Norsku meistararnir í Molde hafa gefið út fréttatilkynningu á heimasíðu sinni þar sem kemur fram að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, sé í viðræðum við Aston Villa um að taka við enska liðinu.
Ole Gunnar Solskjær er fyrrum leikmaður Manchester United og gerði Molde að norskum meisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins. Solskjær fór heim til Noregs og tók við sínu uppeldisliði sem vann í kjölfarið sinn fyrsta meistaratitil í sögunni.
Bandaríkjamaðurinn Randy Lerner er eigandi Aston Villa og ætlar að leita til Solskjær um að taka við af Alex McLeish sem var rekinn eftir aðeins eitt ár í starfi. Aston Villa rétt slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili og frammistaða liðsins þótti ekki merkileg.
Ole Gunnar Solskjær er 39 ára gamall og fékk sína fyrstu reynslu af þjálfun með varaliði United en hann lagði skóna á hilluna árið 2007 eftir að hafa skorað 126 mörk í 366 leikjum með Manchester United.
Yfirlýsing frá Molde: Solskjær er að tala við Aston Villa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
