Guðmundur Steingrímsson: Þetta er okkar hjartans mál Valur Grettisson skrifar 18. maí 2012 17:56 Guðmundur Steingrímsson. „Ég varpaði þessum hugmyndum fram í lok síðasta árs, um að þeir peningar sem væru bundnir í bönkunum væru að hluta til notaðir til fjárfestinga í skapandi greinum, nýsköpun og rannsóknum sem ættu að auka á hagvöxt," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, en hann ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, komu að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í Iðnó fyrr í dag. Á vef forsætisráðuneytisins segir að markmið fjárfestingaáætlunarinnar fyrir Ísland (2013-2015) sé að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi. Jafnframt segir að áætlunin sé liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að styðja við efnahagsbata og hagvöxt. Áætlunin verður fjármögnuð annarsvegar með sérstöku veiðigjaldi og leigu aflahlutdeilda sem kveðið er á um í ósamþykktu kvótafrumvarpi. Þaðan á alls að koma 17 milljarðar. 22 milljarðar verða svo fjármagnaðir af arði og eignasölu hluta ríkisins í bönkum, samkvæmt framtíðarsýn Bankasýslu ríkisins. Í báðum tilfellum eru settir fyrirvarar um að frumvarpið og áætlunin gangi eftir. Guðmundur segir að áætlunin ætti að komast til framkvæmda eftir að fjárlögin verða samþykkt næsta haust, en gangi það eftir. Þess má geta að þingkosningar eru svo vorið eftir. Spurður hversvegna Björt framtíð kemur inn í áætlun ríkisstjórnarinnar, sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, kallar kosningaplagg í viðtali við RÚV, svarar Guðmundur: „Þetta eru mikilvæg mál og maður er í stjórnmálum til þess að koma að gagni ." Guðmundur mun koma með beinum hætti að framkvæmd áætlunarinnar í gegnum ráðherranefnd um atvinnumál. Spurður hvort samstarf ríkisstjórnarinnar og Bjartrar framtíðar séu á fleiri sviðum, svarar Guðmundur því til að hann hafi áður varið ríkisstjórnina falli. „Og þetta er okkar hjartans mál, því hafa líkurnar á að ég greiði með vantrausti ekki aukist," segir Guðmundur. Spurður hvort fyrirvararnir séu ekki fullmiklir, það er að segja að frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld verði samþykkt, svarar Guðmundur því að hann líti svo á að það sé helst deilt um veiðileyfagjaldið, „en þar er frekar deilt um útfærslur," segir Guðmundur sem bætir við að hann hafi þó sínar efasemdir um kvótafrumvarpið. Hægt er að lesa áætlun ríkisstjórnarinnar og Bjartrar framtíðar í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég varpaði þessum hugmyndum fram í lok síðasta árs, um að þeir peningar sem væru bundnir í bönkunum væru að hluta til notaðir til fjárfestinga í skapandi greinum, nýsköpun og rannsóknum sem ættu að auka á hagvöxt," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, en hann ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, komu að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í Iðnó fyrr í dag. Á vef forsætisráðuneytisins segir að markmið fjárfestingaáætlunarinnar fyrir Ísland (2013-2015) sé að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi. Jafnframt segir að áætlunin sé liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að styðja við efnahagsbata og hagvöxt. Áætlunin verður fjármögnuð annarsvegar með sérstöku veiðigjaldi og leigu aflahlutdeilda sem kveðið er á um í ósamþykktu kvótafrumvarpi. Þaðan á alls að koma 17 milljarðar. 22 milljarðar verða svo fjármagnaðir af arði og eignasölu hluta ríkisins í bönkum, samkvæmt framtíðarsýn Bankasýslu ríkisins. Í báðum tilfellum eru settir fyrirvarar um að frumvarpið og áætlunin gangi eftir. Guðmundur segir að áætlunin ætti að komast til framkvæmda eftir að fjárlögin verða samþykkt næsta haust, en gangi það eftir. Þess má geta að þingkosningar eru svo vorið eftir. Spurður hversvegna Björt framtíð kemur inn í áætlun ríkisstjórnarinnar, sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, kallar kosningaplagg í viðtali við RÚV, svarar Guðmundur: „Þetta eru mikilvæg mál og maður er í stjórnmálum til þess að koma að gagni ." Guðmundur mun koma með beinum hætti að framkvæmd áætlunarinnar í gegnum ráðherranefnd um atvinnumál. Spurður hvort samstarf ríkisstjórnarinnar og Bjartrar framtíðar séu á fleiri sviðum, svarar Guðmundur því til að hann hafi áður varið ríkisstjórnina falli. „Og þetta er okkar hjartans mál, því hafa líkurnar á að ég greiði með vantrausti ekki aukist," segir Guðmundur. Spurður hvort fyrirvararnir séu ekki fullmiklir, það er að segja að frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld verði samþykkt, svarar Guðmundur því að hann líti svo á að það sé helst deilt um veiðileyfagjaldið, „en þar er frekar deilt um útfærslur," segir Guðmundur sem bætir við að hann hafi þó sínar efasemdir um kvótafrumvarpið. Hægt er að lesa áætlun ríkisstjórnarinnar og Bjartrar framtíðar í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira