Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Grindavík 4-1 | Valsmenn sloppnir við falldrauginn Benedikt Grétarsson skrifar 23. september 2012 15:30 Mynd/Stefán Valsmenn gulltryggðu sér endanlega sæti í Pepsi-deildinni á næsta sumari með sannfærandi 4-1 sigur á botnliði Grindavíkur. Hinn ungi Indriði Áki Þorláksson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar og Valsmenn gátu leyft sér að klúðra vítaspyrnu í leiknum. Þetta var langþráður heimasigur hjá Valsmönnum sem voru fyrir leikinn búnir að tapa fimm leikjum í röð á Vodfone-vellinum eða öllum heimaleikjum sínum síðan um miðjan júlí. Grindvíkingar byrjuðu vel og Hafþór Ægir Vilhjálmsson kom þeim í 1-0 á 16. mínútu. Haukur Páll Sigurðsson jafnaði fimm mínútum síðar eftir sendingu Indriða Áka Þorlákssonar og Matthías Guðmundsson kom Val í 2-1 með marki á 29. mínútu eftir frábæran sprett hjá Rúnari Má Sigurjónssyni. Rúnar Már Sigurjónsson lét Óskar Pétursson verja frá sér vítaspyrnu á 53. mínútu en Valsmenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og Indriði Áki innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Valsmenn sluppu endanlega við falldrauginn alræmda þegar þeir unnu öruggan 4-1 sigur gegn botnliði Grindavíkur. Heimamenn lentu undir snemma leiks en komu fílefldir til baka og skoruðu fjögur góð mörk og unnu sanngjarnan sigur. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en gestirnir skoruðu úr nánast sínu fyrsta færi á 16.mínútu og var þar að verki Hafþór Ægir Vilhjálmsson með ágætu skoti. Heimamenn spýttu í lófana og drifnir áfram af góðum leik Matthíasar Guðmundssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar, skoruðu tvö mörk með átta mínútna millibili. Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrra markið á 21.mínútu og fyrrnefndur Matthías skoraði á 29.mínútu. Staðan 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var eign Valsmanna og það kom fáum á óvart að þeir skyldu bæta við mörkum. Ungstirnið Indriði Áki Þorláksson fékk tækifæri í byrjunarliðinu og þakkaði traustið með því að skora bæði mörk Valsmanna í síðari hálfleik. Niðurstaðan 4-1 sigur Valsmanna og verða það að teljast mjög sanngjörn úrslit. Valsmenn spiluðu þennan leik af festu og ákveðni og virkuðu nánast allan tímann sterkari en gestirnir. Grindvíkingar byrjuðu ágætlega en eins og svo oft vill verða með lið í basli, brotnuðu þeir ansi auðveldlega við mótlæti. Atli Sveinn: Strákurinn stal báðum mörkunum af mér.Fyrirliði Valsmanna var sáttur eftir leikinn. „Við vissum hvað var í húfi hér í dag og lögðum þetta upp sem hreinan úrslitaleik fyrir okkur. Það hefur vantað stöðugleika í okkar leik en við vildum þrjú stig hér í dag og það hafðist." Atli Sveinn hrósaði hinum unga Indriða eftir leikinn. „Ég óska auðvitað stráknum til hamingju með mörkin en ég er samt á því að hann hafi stolið þeim báðum af mér!" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Valsmenn gulltryggðu sér endanlega sæti í Pepsi-deildinni á næsta sumari með sannfærandi 4-1 sigur á botnliði Grindavíkur. Hinn ungi Indriði Áki Þorláksson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar og Valsmenn gátu leyft sér að klúðra vítaspyrnu í leiknum. Þetta var langþráður heimasigur hjá Valsmönnum sem voru fyrir leikinn búnir að tapa fimm leikjum í röð á Vodfone-vellinum eða öllum heimaleikjum sínum síðan um miðjan júlí. Grindvíkingar byrjuðu vel og Hafþór Ægir Vilhjálmsson kom þeim í 1-0 á 16. mínútu. Haukur Páll Sigurðsson jafnaði fimm mínútum síðar eftir sendingu Indriða Áka Þorlákssonar og Matthías Guðmundsson kom Val í 2-1 með marki á 29. mínútu eftir frábæran sprett hjá Rúnari Má Sigurjónssyni. Rúnar Már Sigurjónsson lét Óskar Pétursson verja frá sér vítaspyrnu á 53. mínútu en Valsmenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og Indriði Áki innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Valsmenn sluppu endanlega við falldrauginn alræmda þegar þeir unnu öruggan 4-1 sigur gegn botnliði Grindavíkur. Heimamenn lentu undir snemma leiks en komu fílefldir til baka og skoruðu fjögur góð mörk og unnu sanngjarnan sigur. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en gestirnir skoruðu úr nánast sínu fyrsta færi á 16.mínútu og var þar að verki Hafþór Ægir Vilhjálmsson með ágætu skoti. Heimamenn spýttu í lófana og drifnir áfram af góðum leik Matthíasar Guðmundssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar, skoruðu tvö mörk með átta mínútna millibili. Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrra markið á 21.mínútu og fyrrnefndur Matthías skoraði á 29.mínútu. Staðan 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var eign Valsmanna og það kom fáum á óvart að þeir skyldu bæta við mörkum. Ungstirnið Indriði Áki Þorláksson fékk tækifæri í byrjunarliðinu og þakkaði traustið með því að skora bæði mörk Valsmanna í síðari hálfleik. Niðurstaðan 4-1 sigur Valsmanna og verða það að teljast mjög sanngjörn úrslit. Valsmenn spiluðu þennan leik af festu og ákveðni og virkuðu nánast allan tímann sterkari en gestirnir. Grindvíkingar byrjuðu ágætlega en eins og svo oft vill verða með lið í basli, brotnuðu þeir ansi auðveldlega við mótlæti. Atli Sveinn: Strákurinn stal báðum mörkunum af mér.Fyrirliði Valsmanna var sáttur eftir leikinn. „Við vissum hvað var í húfi hér í dag og lögðum þetta upp sem hreinan úrslitaleik fyrir okkur. Það hefur vantað stöðugleika í okkar leik en við vildum þrjú stig hér í dag og það hafðist." Atli Sveinn hrósaði hinum unga Indriða eftir leikinn. „Ég óska auðvitað stráknum til hamingju með mörkin en ég er samt á því að hann hafi stolið þeim báðum af mér!"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira