Innlent

Flestum íbúum lýst ágætlega á sameiningu

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi eru flestir jákvæðir gagnvart mögulegri sameiningu sveitafélaganna og segja hana geta verið öllum í hag. Kosið verður um sameiningu tuttugasta október næstkomandi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók púlsinn á íbúum sveitarfélaganna í dag og í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig fólk brást við.


Tengdar fréttir

Skynsamlegt að sameina Garðabæ og Álftanes

Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness hafa báðar komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegur kostur að sameina þessi tvö sveitarfélög. Þess vegna ákváðu þær í júní sl. að mæla með því að kosið verði um sameiningu þeirra. Sú kosning fer fram 20. október næstkomandi í báðum sveitarfélögunum. Bæjarstjórnirnar voru sammála um að sameining sveitarfélaganna væri hagkvæmur kostur hvort sem horft væri til menningarlegra, skipulagslegra eða rekstrarlegra þátta.

Þjónusta mun aukast með sameiningu

Formaður bæjarráðs Álftaness segir það skipta Álftnesinga miklu máli að þjónusta við bæjarbúa muni aukast með sameiningu við Garðabæ. Hann segir viðhorf til sameiningar sé mjög jákvætt meðal bæjarbúa nú ólíkt því þegar fyrri kosningar um sameiningu áttu sér stað.

Kjósa um sameiningu Garðabæjar og Álftaness

Skuldir og skuldbindingar Álftaness sem voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 fara niður í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ. Íbúar kjósa um málið í október.

Skuldir Álftaness minnka

Skuldir og skuldbindingar Álftaness voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 en verður komin í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×