Tók í hönd framkvæmdastjórans, kippti honum að sér og stakk Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 7. mars 2012 18:45 Guðgeir Guðmundsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag og þá er honum einnig gert að sæta geðrannsókn. mynd/stöð 2 Framkvæmdastjóri Lagastoða hafði lækkað skuld árásarmannsins um þrjátíu þúsund krónur og þeir komist að samkomulagi áður en sá síðarnefndi réðist á hann og veitti honum lífshættulega áverka. Hinn særði er enn í lífshættu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók framkvæmdastjóri Lagastoða á móti árásarmanninum Guðgeiri Guðmundssyni eftir að sá síðarnefndi mætti á skrifstofu lögmannsstofunnar vegna skuldamála en skuld Guðgeirs hljóðaði upp á rúmar áttatíu þúsund krónur. Þeir fóru saman inn á skrifstofu framkvæmdastjórans og unnu þar að því að komast að ásættanlegri niðurstöðu mála. Inni á skrifstofunni eyddu þeir dágóðum tíma og felldi framkvæmdastjórinn meðal annars niður kostnað af skuld Guðgeirs um þrjátíu þúsund krónur svo hún endaði í rúmum fimmtíu þúsund krónum. Framkvæmdastjórinn prentaði út skjal sem sýnir að mennirnir höfðu komist að samkomulagi og var athugasemd þess efnis bókuð inn í innheimtukerfi Lögmannsstofunnar. Svo virðist sem Guðgeir hafi því ekki ráðist á framkvæmdastjórann um leið og hann kom inn á skrifstofu hans, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum, heldur þegar hann var að kveðja manninn, en samkvæmt heimildum fréttastofu tók hann í hönd framkvæmdastjórans kippti honum að sér og stakk hann. Framkvæmdastjórinn liggur enn mjög þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hafa gengist undir umfangsmikla aðgerð í fyrradag. Hann er í lífshættu. Málið hefur vakið mikla athygli breskra fjölmiðla og má finna víða fréttir þess efnis að Guðni Bergsson, fyrrum landsliðfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Bolton og Tottenham hafi verið stunginn í árásinni. Guðni hlaut líkt og áður hefur komið fram tvö stungusár á læri þegar hann kom samstarfsfélaga sínum til hjálpar og yfirbugaði árásarmanninn. Í einkaviðtali við The Bolton News lýsir Guðni atburðinum þannig að hann hafi séð árásina eiga sér stað og hafi flýtt sér til að ná hnífnum af árásarmanninum. Það hafi tekist og hafi Guðni haldið honum þar til lögregla kom á staðinn. Guðni segist í viðtalinu vera í áfalli eftir árásina en að hann hugsi þó mest um og voni að samstarfsfélagi hans lifi árásina af. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lagastoða hafði lækkað skuld árásarmannsins um þrjátíu þúsund krónur og þeir komist að samkomulagi áður en sá síðarnefndi réðist á hann og veitti honum lífshættulega áverka. Hinn særði er enn í lífshættu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók framkvæmdastjóri Lagastoða á móti árásarmanninum Guðgeiri Guðmundssyni eftir að sá síðarnefndi mætti á skrifstofu lögmannsstofunnar vegna skuldamála en skuld Guðgeirs hljóðaði upp á rúmar áttatíu þúsund krónur. Þeir fóru saman inn á skrifstofu framkvæmdastjórans og unnu þar að því að komast að ásættanlegri niðurstöðu mála. Inni á skrifstofunni eyddu þeir dágóðum tíma og felldi framkvæmdastjórinn meðal annars niður kostnað af skuld Guðgeirs um þrjátíu þúsund krónur svo hún endaði í rúmum fimmtíu þúsund krónum. Framkvæmdastjórinn prentaði út skjal sem sýnir að mennirnir höfðu komist að samkomulagi og var athugasemd þess efnis bókuð inn í innheimtukerfi Lögmannsstofunnar. Svo virðist sem Guðgeir hafi því ekki ráðist á framkvæmdastjórann um leið og hann kom inn á skrifstofu hans, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum, heldur þegar hann var að kveðja manninn, en samkvæmt heimildum fréttastofu tók hann í hönd framkvæmdastjórans kippti honum að sér og stakk hann. Framkvæmdastjórinn liggur enn mjög þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hafa gengist undir umfangsmikla aðgerð í fyrradag. Hann er í lífshættu. Málið hefur vakið mikla athygli breskra fjölmiðla og má finna víða fréttir þess efnis að Guðni Bergsson, fyrrum landsliðfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Bolton og Tottenham hafi verið stunginn í árásinni. Guðni hlaut líkt og áður hefur komið fram tvö stungusár á læri þegar hann kom samstarfsfélaga sínum til hjálpar og yfirbugaði árásarmanninn. Í einkaviðtali við The Bolton News lýsir Guðni atburðinum þannig að hann hafi séð árásina eiga sér stað og hafi flýtt sér til að ná hnífnum af árásarmanninum. Það hafi tekist og hafi Guðni haldið honum þar til lögregla kom á staðinn. Guðni segist í viðtalinu vera í áfalli eftir árásina en að hann hugsi þó mest um og voni að samstarfsfélagi hans lifi árásina af.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira