Innlent

Fertugur maður ákærður fyrir vopnað rán á Kaffivagninum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn réðst vopnaður inn á Kaffivagninn.
Maðurinn réðst vopnaður inn á Kaffivagninn.
Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa farið inn á Kaffivagninn á Granda í Reykjavík, þann 17 nóvember síðastliðinn, með grímu fyrir andlitinu og vopnaður stóru skrúfjárni.

Maðurinn ógnaði starfsmanni Kaffivagnsins með skrúfjárninu öskraði á hana og skipaði henni að opna peningakassa veitingastaðarins, stökk yfir afgreiðsluborðið og hóf að stinga skrúfjárninu í peningakassann, kastaði honum síðan í gólfið, þannig að hann opnaðist. Maðurinn hrifsaði síðan um 30 þúsund krónur úr kassanum og hljóp út af veitingastaðnum með þýfið.

Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, var maðurinn síðan gripinn glóðvolgur örfáum mínútum seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×