Innlent

Ólíklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þekktum ofbeldismönnum

Mennirnir eru enn í yfirheyrslu hjá lögreglu
Mennirnir eru enn í yfirheyrslu hjá lögreglu
Ólíklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um tvær líkamsárásir í nótt, aðra í Hafnarfirði en hina í miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir eru enn í yfirheyrslu en ákvörðun um gæsluvarðhald mun liggja fyrir síðdegis í dag.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson, rannsóknarlögreglumaður, segist í samtali við fréttastofu ekki gera ráð fyrir farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem eru báðir þekktir ofbeldismenn.

Fyrst réðust mennirnir á þann þriðja utanhúss neðarlega á Laugaveginum rétt eftir miðnætti og veittu honum mikla áverka á höfði. Eftir að hann féll í götuna létu þeir spörk dynja á honum liggjandi og komust undan áður en lögreglan kom á vettvang.

Þolandinn þekkti til þeirra og þegar lögreglumenn handtóku tvo menn, sem höfðu gengið í skrokk á þeim þriðja á Lækjargötu í Hafnarfiðri síðar í nótt, reyndust það vera árásarmennirnir af Laugaveginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×