Innlent

China Daily: Skrifað undir samning við Nubo í næsta mánuði

Staðhæft er á vefsíðu kínverska blaðsins China Daily að samningur Huang Nubo um leigu á Grímsstöðum á fjöllum liggi endanlega fyrir og að skrifað verði undir samninginn í næsta mánuði. Þá verði boðað til blaðamannafundar til að kynna samninginn.

Á vefsíðunni segir að þar með sé kominn farsæll endir á deilur um áform Nubo um að byggja upp ferðamannaþjónustu á Íslandi sem staðið hafa yfir í eitt ár. China Daily rifjar síðan upp í stórum dráttum forsögu málsins.

Haft er eftir Nubo að blaðamannafundurinn verði haldinn þvi Íslendingar vilji vita um það sem gerðist í aðdraganda samningsins.

Þa segir að Nubo ætla að byggja upp svipaða ferðamannaþjónustu í fleiri ríkjum Norður-Evrópu og eru Noregur, Svíþjóð og Finnlandi nefnd í því sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×