Innlent

Hætt við uppsagnir á RÚV

Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í gær að hætta við að segja upp fjórum til sex starfsmönnum Rásar 1. Þetta staðfesti Halldór Guðmundsson, stjórnarmaður í RÚV, í samtali við vefmiðilinn Smuguna í gærkvöldi. Starfsmenn Rásar 1 höfðu skrifað Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, bréf þar sem fyrirhuguðum uppsögnum var mótmælt.

Málið var rætt á Alþingi í fyrradag. Þar sagði Mörður Árnason að það væri út í hött að tap af Ólympíuleikunum kæmi niður á starfsfólki Rásar 1. - sh, gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×