Innlent

Rekin vegna Ólympíuleikanna?

Menntamálaráðherra segist hafa frétt að aðhaldsaðgerðir standi fyrir dyrum hjá Ríkisútvarpinu og hún bíði greinargerðar um stöðuna.
Menntamálaráðherra segist hafa frétt að aðhaldsaðgerðir standi fyrir dyrum hjá Ríkisútvarpinu og hún bíði greinargerðar um stöðuna. Fréttablaðið/GVA
„Það er auðvitað algjörlega út í hött að ef menn tapa á Ólympíuleikum komi það niður á til dæmis starfsfólki á Rás 1, réttara sagt á hlustendum," sagði Mörður Árnason, alþingismaður Samfylkingar, á þingfundi í fyrradag. Vitnaði Mörður til „lausafregna" um að fjárhagur RÚV væri nú miklu verri en áður hefði komið fram.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kvaðst hafa óskað eftir greinargerð frá RÚV og biði hennar. „Menn sáu fram á að ákveðnir kostnaðarsamir liðir mundu falla á árið í ár, þar nægir að nefna Ólympíuleikana og Evrópukeppnina í knattspyrnu, en töldu að allt væri innan marka. Síðan hef ég fengið þær fregnir, eins og háttvirtur þingmaður, að til standi að fara í aðhaldsaðgerðir á Ríkisútvarpinu," sagði ráðherra og bætti við að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. myndi væntanlega fara yfir málið á næstunni.

Stjórn RÚV fundaði síðdegis í gær. Þegar náðist í Björgu Evu Erlendsdóttur, formann stjórnarinnar, sagði hún fundinum ólokið og gaf sér ekki tíma til að svara spurningum um aðhaldsaðgerðirnar.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×