Innlent

Miliband á leið til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Miliband var utanríkisráðherra í stjórnartíð Browns.
David Miliband var utanríkisráðherra í stjórnartíð Browns. mynd/ afp.
David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra og umhverfisráðherra Breta, kemur til Íslands í næstu viku. David Miliband var kjörinn á þing árið 2001 og varð ráðherra skólamála ári síðar; árið 2006 varð hann umhverfisráðherra og árið 2007 utanríkisráðherra, þá aðeins 41 árs gamall. Miliband hefur látið til sín taka í umræðum um loftslagsbreytingar og hvetur til alþjóðlegs samstarfs um umhverfisvernd, málefni hafsins og orkumál. Á vef Háskóla Íslands kemur fram að Miliband hefur sent frá sér margvíslegar ritsmíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×