Innlent

Magnús Guðmundsson þarf að greiða Kaupþingi 717 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Hæstiréttur dæmdi í dag Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna. Ástæðan er sú að Magnús, líkt og tugir annarra starfsmanna Kaupþings, tók lán frá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum áður en hann fór í þrot. Nokkrum dögum fyrir fall bankans ákváðu stjórnendur hans að aflétta persónulegum ábyrgðum starfsmanna á lánunum.

Eftir að slitastjórn tók við rekstri bankans var ákveðið að rifta afléttingunni á þeirri forsendu að um ólöglega gjafagerninga væri að ræða. Var ákveðið að höfða mál gegn starfsmönnunum til þess að staðfesta riftunina.

Hæstiréttur hefur dæmt í tveimur öðrum málum af sama meiði. Í síðustu viku var Helgi Þór Bergs, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar, dæmdur til að greiða rúmlega 600 milljónir af sömu ástæðu og Magnús er dæmdur nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×