Fótbolti

Eiður Smári vinsæll í Brugge

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svo virðist sem að stuðningsmenn belgíska liðsins Cercle Brugge séu ánægðir með komu Eiðs Smára Guðjohnsen til liðsins.

Meðfylgjandi mynd var birt á Twitter í dag með þeim skilaboðum að bolir þessir rynnu nú úr verslunum eins og heitar lummur.

Eiður Smári hefur sjálfsagt ekki valdið stuðningsmönnum Cercle Brugge vonbrigðum í dag en hann skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi fyrir Mechelen.

Hann hefur því skorað í tveimur fyrstu leikjum sínum með liðinu sem er þó enn sem komið er í botnsæti deildarinnar með aðeins fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×