Íslenski boltinn

Guðjón með lið í 8 liða úrslitum í áttunda sinn á níu tímabilum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Mynd/Daníel
Guðjón Þórðarson er enn á ný kominn langt með lið sitt í bikarkeppninni og þegar lærisveinar hans í Grindavík slógu út KA-menn út úr 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á mánudagskvöldið þá stýrði hann liði til sigurs í 30. sinn í bikarkeppni KSÍ.

Lið Guðjóns hafa nú komist alla leið í átta liða úrslit bikarsins í átta skipti á síðustu níu tímabilum hans í íslenska boltanum og Guðjón hefur ekki tapað leik í sextán liða úrslitum í 21 ár.

Guðjón fór með b-deildarlið BÍ/Bolungarvíkur alla leið í undanúrslit bikarsins í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir verðandi bikarmeisturum KR.

Guðjón setti nýtt Íslandsmet þegar hann gerði lið að bikarmeisturum fjögur ár í röð (1993 til 1996) og hann stýrði liðum sínum til sigurs í 20 bikarleikum í röð frá 1993 til 2007.

Það tók Guðjón reyndar nokkur ár að læra inn á bikarinn og lið hans töpuðu í 16 liða úrslitum fimm fyrstu tímabil hans sem þjálfari en frá og með árinu 1992 hafa lið Guðjóns aftur á móti unnið átta leiki í röð í 16 liða úrslitunum.

Leikir Guðjóns í sextán liða úrslitum bikarsins

Fyrstu fimm leikir liða Guðjóns í 16 liða úrslitum

1987 (með ÍA) 1-2 tap fyrir Keflavík

1988 (KA) 0-1 tap fyrir ÍA

1989 (KA) 0-1 tap fyrir Fram

1990 (KA) 0-2 tap fyrir ÍA

1991 (með ÍA) 0-2 tap fyrir KR

Síðustu átta leikir liða Guðjóns í 16 liða úrslitum

1992 (með ÍA) 7-0 sigur á Val frá Reyðarfirði

1993 (ÍA) 3-0 sigur á HK

1994 (KR) 1-0 sigur á ÍA

1995 (KR) 2-1 sigur á Stjörnunni

1996 (ÍA) 3-0 sigur á Fram

2007 (ÍA) 2-1 sigur á Víkingi

2011 (BÍ/Bol.) 4-1 sigur á Breiðabliki

2012 (Grindavík) 3-2 sigur á KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×