Innlent

Hnífamaður áfram í gæsluvarðhaldi

Sautján ára piltur, sem stakk konu á þrítugsaldri með hnífi í Kópavogi um síðustu helgi, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er gert á grundvelli almannahagsmuna. Pilturinn er vistaður á viðeigandi stofnun í samráði við barnaverndaryfirvöld. Konan er á batavegi og var útskrifuð af gjörgæslu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×