Telur mannréttindi brotin í máli Baldurs 14. janúar 2012 08:30 Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi. Áður hafði Hæstiréttur þegar kveðið upp úr með að Fjármálaeftirlitið hafi mátt taka rannsóknina upp að nýju. Fréttablaðið/gva Forseti lagadeildar HÍ telur að meðferð máls Baldurs Guðlaugssonar í réttarkerfinu hafi ekki samræmst Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjármálaeftirlitinu hafi verið óheimilt að taka mál hans upp að nýju eftir að hafa fellt það niður. Fjármálaeftirlitinu (FME) var óheimilt að taka aftur til rannsóknar innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar eftir að hafa tilkynnt honum um niðurfellingu málsins vorið 2009. Þetta er mat Róberts Ragnars Spanó, lagaprófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert víkur að málinu í nýrri bók sem heitir eftir réttarreglunni Ne bis in idem, en hún snýst um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Kveðið er á um bannið í Mannréttindasáttmála Evrópu. Baldur hefur krafist þess í tvígang hið minnsta að máli hans verði vísað frá á grundvelli þessarar reglu. Hann telur að ákvörðun FME um að fella málið niður hafi í raun falið í sér málalyktir og hann hafi mátt gera sér réttmætar væntingar um að ákvörðunin væri endanleg, jafnvel þótt FME hafi að mati starfsmanna þess áskilið sér nægjanlegan rétt til að hefja rannsókn aftur ef ný gögn kæmu í leitirnar. Þessi ágreiningur hefur þegar farið fyrir Hæstarétt, sem hafnaði kröfu Baldurs og féllst á það með FME að bréfið sem Baldur fékk sent um niðurfellinguna hafi ekki falið í sér endanlega niðurstöðu. Í bók sinni segir Róbert að draga megi í efa að sú niðurstaða Hæstaréttar sé rétt, enda hafi rannsókn FME verið þess eðlis að í skilningi Mannréttindasáttmálans hefði þurft sérstaka heimild að lögum til að taka hana upp að nýju. Þá heimild sé hins vegar hvergi að finna. Þar að auki telur Róbert að ef talið yrði að FME hefði haft heimild til að taka málið upp aftur hefði stofnunin þurft að sýna fram á að efni hefðu staðið til þess, það er að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í dagsljósið sem gætu breytt niðurstöðu málsins. Hæstarétti hafi borið að leggja mat á þetta atriði en hins vegar sé erfitt að fullyrða hvort og þá með hvaða hætti það hafi verið gert. Strax í kjölfar þess að FME tilkynnti Baldri um endurupptöku málsins var því vísað til sérstaks saksóknara, sem ákærði Baldur í kjölfarið fyrir innherjasvik. Hann var í fyrrasumar dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Baldur áfrýjaði til Hæstaréttar og þar verður málflutningur 25. janúar. Þar hefur hann enn krafist þess að málinu verði vísað frá eða fyrri dómur ógiltur á grundvelli þessa sama ákvæðis. stigur@frettabladid.is Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Forseti lagadeildar HÍ telur að meðferð máls Baldurs Guðlaugssonar í réttarkerfinu hafi ekki samræmst Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjármálaeftirlitinu hafi verið óheimilt að taka mál hans upp að nýju eftir að hafa fellt það niður. Fjármálaeftirlitinu (FME) var óheimilt að taka aftur til rannsóknar innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar eftir að hafa tilkynnt honum um niðurfellingu málsins vorið 2009. Þetta er mat Róberts Ragnars Spanó, lagaprófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert víkur að málinu í nýrri bók sem heitir eftir réttarreglunni Ne bis in idem, en hún snýst um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Kveðið er á um bannið í Mannréttindasáttmála Evrópu. Baldur hefur krafist þess í tvígang hið minnsta að máli hans verði vísað frá á grundvelli þessarar reglu. Hann telur að ákvörðun FME um að fella málið niður hafi í raun falið í sér málalyktir og hann hafi mátt gera sér réttmætar væntingar um að ákvörðunin væri endanleg, jafnvel þótt FME hafi að mati starfsmanna þess áskilið sér nægjanlegan rétt til að hefja rannsókn aftur ef ný gögn kæmu í leitirnar. Þessi ágreiningur hefur þegar farið fyrir Hæstarétt, sem hafnaði kröfu Baldurs og féllst á það með FME að bréfið sem Baldur fékk sent um niðurfellinguna hafi ekki falið í sér endanlega niðurstöðu. Í bók sinni segir Róbert að draga megi í efa að sú niðurstaða Hæstaréttar sé rétt, enda hafi rannsókn FME verið þess eðlis að í skilningi Mannréttindasáttmálans hefði þurft sérstaka heimild að lögum til að taka hana upp að nýju. Þá heimild sé hins vegar hvergi að finna. Þar að auki telur Róbert að ef talið yrði að FME hefði haft heimild til að taka málið upp aftur hefði stofnunin þurft að sýna fram á að efni hefðu staðið til þess, það er að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í dagsljósið sem gætu breytt niðurstöðu málsins. Hæstarétti hafi borið að leggja mat á þetta atriði en hins vegar sé erfitt að fullyrða hvort og þá með hvaða hætti það hafi verið gert. Strax í kjölfar þess að FME tilkynnti Baldri um endurupptöku málsins var því vísað til sérstaks saksóknara, sem ákærði Baldur í kjölfarið fyrir innherjasvik. Hann var í fyrrasumar dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Baldur áfrýjaði til Hæstaréttar og þar verður málflutningur 25. janúar. Þar hefur hann enn krafist þess að málinu verði vísað frá eða fyrri dómur ógiltur á grundvelli þessa sama ákvæðis. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira