Telur mannréttindi brotin í máli Baldurs 14. janúar 2012 08:30 Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi. Áður hafði Hæstiréttur þegar kveðið upp úr með að Fjármálaeftirlitið hafi mátt taka rannsóknina upp að nýju. Fréttablaðið/gva Forseti lagadeildar HÍ telur að meðferð máls Baldurs Guðlaugssonar í réttarkerfinu hafi ekki samræmst Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjármálaeftirlitinu hafi verið óheimilt að taka mál hans upp að nýju eftir að hafa fellt það niður. Fjármálaeftirlitinu (FME) var óheimilt að taka aftur til rannsóknar innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar eftir að hafa tilkynnt honum um niðurfellingu málsins vorið 2009. Þetta er mat Róberts Ragnars Spanó, lagaprófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert víkur að málinu í nýrri bók sem heitir eftir réttarreglunni Ne bis in idem, en hún snýst um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Kveðið er á um bannið í Mannréttindasáttmála Evrópu. Baldur hefur krafist þess í tvígang hið minnsta að máli hans verði vísað frá á grundvelli þessarar reglu. Hann telur að ákvörðun FME um að fella málið niður hafi í raun falið í sér málalyktir og hann hafi mátt gera sér réttmætar væntingar um að ákvörðunin væri endanleg, jafnvel þótt FME hafi að mati starfsmanna þess áskilið sér nægjanlegan rétt til að hefja rannsókn aftur ef ný gögn kæmu í leitirnar. Þessi ágreiningur hefur þegar farið fyrir Hæstarétt, sem hafnaði kröfu Baldurs og féllst á það með FME að bréfið sem Baldur fékk sent um niðurfellinguna hafi ekki falið í sér endanlega niðurstöðu. Í bók sinni segir Róbert að draga megi í efa að sú niðurstaða Hæstaréttar sé rétt, enda hafi rannsókn FME verið þess eðlis að í skilningi Mannréttindasáttmálans hefði þurft sérstaka heimild að lögum til að taka hana upp að nýju. Þá heimild sé hins vegar hvergi að finna. Þar að auki telur Róbert að ef talið yrði að FME hefði haft heimild til að taka málið upp aftur hefði stofnunin þurft að sýna fram á að efni hefðu staðið til þess, það er að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í dagsljósið sem gætu breytt niðurstöðu málsins. Hæstarétti hafi borið að leggja mat á þetta atriði en hins vegar sé erfitt að fullyrða hvort og þá með hvaða hætti það hafi verið gert. Strax í kjölfar þess að FME tilkynnti Baldri um endurupptöku málsins var því vísað til sérstaks saksóknara, sem ákærði Baldur í kjölfarið fyrir innherjasvik. Hann var í fyrrasumar dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Baldur áfrýjaði til Hæstaréttar og þar verður málflutningur 25. janúar. Þar hefur hann enn krafist þess að málinu verði vísað frá eða fyrri dómur ógiltur á grundvelli þessa sama ákvæðis. stigur@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forseti lagadeildar HÍ telur að meðferð máls Baldurs Guðlaugssonar í réttarkerfinu hafi ekki samræmst Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjármálaeftirlitinu hafi verið óheimilt að taka mál hans upp að nýju eftir að hafa fellt það niður. Fjármálaeftirlitinu (FME) var óheimilt að taka aftur til rannsóknar innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar eftir að hafa tilkynnt honum um niðurfellingu málsins vorið 2009. Þetta er mat Róberts Ragnars Spanó, lagaprófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert víkur að málinu í nýrri bók sem heitir eftir réttarreglunni Ne bis in idem, en hún snýst um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Kveðið er á um bannið í Mannréttindasáttmála Evrópu. Baldur hefur krafist þess í tvígang hið minnsta að máli hans verði vísað frá á grundvelli þessarar reglu. Hann telur að ákvörðun FME um að fella málið niður hafi í raun falið í sér málalyktir og hann hafi mátt gera sér réttmætar væntingar um að ákvörðunin væri endanleg, jafnvel þótt FME hafi að mati starfsmanna þess áskilið sér nægjanlegan rétt til að hefja rannsókn aftur ef ný gögn kæmu í leitirnar. Þessi ágreiningur hefur þegar farið fyrir Hæstarétt, sem hafnaði kröfu Baldurs og féllst á það með FME að bréfið sem Baldur fékk sent um niðurfellinguna hafi ekki falið í sér endanlega niðurstöðu. Í bók sinni segir Róbert að draga megi í efa að sú niðurstaða Hæstaréttar sé rétt, enda hafi rannsókn FME verið þess eðlis að í skilningi Mannréttindasáttmálans hefði þurft sérstaka heimild að lögum til að taka hana upp að nýju. Þá heimild sé hins vegar hvergi að finna. Þar að auki telur Róbert að ef talið yrði að FME hefði haft heimild til að taka málið upp aftur hefði stofnunin þurft að sýna fram á að efni hefðu staðið til þess, það er að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í dagsljósið sem gætu breytt niðurstöðu málsins. Hæstarétti hafi borið að leggja mat á þetta atriði en hins vegar sé erfitt að fullyrða hvort og þá með hvaða hætti það hafi verið gert. Strax í kjölfar þess að FME tilkynnti Baldri um endurupptöku málsins var því vísað til sérstaks saksóknara, sem ákærði Baldur í kjölfarið fyrir innherjasvik. Hann var í fyrrasumar dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Baldur áfrýjaði til Hæstaréttar og þar verður málflutningur 25. janúar. Þar hefur hann enn krafist þess að málinu verði vísað frá eða fyrri dómur ógiltur á grundvelli þessa sama ákvæðis. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira