Enski boltinn

Ranieri: Villas-Boas verður rekinn ef hann vinnur ekki bikar

Ranieri þekkir það vel að fá stígvélið eins og stundum er sagt.
Ranieri þekkir það vel að fá stígvélið eins og stundum er sagt.
Claudio Ranieri, stjóri Inter og fyrrum stjóri Chelsea, hefur varað Andre Villas-Boas, stjóra Chelsea, við því að hann verði rekinn ef hann vinnur ekki bikar í vetur.

Ranieri þekkir það betur en margir aðrir að láta reka sig en hann var rekinn frá Chelsea og fleiri félögum.

Það er vissulega farið að hitna undir Villas-Boas enda gæti hreinlega farið svo að liðið nái ekki einu sinni Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð.

"Ég tel að hann þurfi að vinna bikar til þess að halda starfinu," sagði Ranieri sem verður líklega rekinn frá Inter fyrr frekar en síðar.

"Ég var rekinn frá Chelsea því ég vann ekki bikar. Það er reglan hjá félaginu og hún hefur ekkert breyst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×