Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna 14. desember 2012 18:04 Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira