Erlent

Upptökur frá jólahaldi árið 1902

Fólki gefst nú færi á að kynna sér jólahald eins og það var í Bretlandi árið 1902. Sérfræðingar við Lundúnarsafn hafa uppgötvað nokkrar upptökur frá Wall-fjölskyldunni þar sem heyra frá jólasöngva.

Upptökurnar voru festar á sívalninga úr vaxi og þykir það í raun með ólíkindum að þær séu enn heilar. Á upptökunum má heyra meðlimi Wall-fjölskyldunnar, sem bjó í norður Lundúnum, óska hvor öðrum gleðilegra jóla og syngja jólasöngva.

Grammafónn var notaður til upptökurnar og má heyra fjölskyldumeðlimi dást af þessu nýstárlega tæki.

Ein upptaka hefur þó vakið sérstaka áhuga sagnfræðinganna. Fjölskyldufaðirinn virðist hafa verið afar uppátækjasamur enda datt honum í hug að setja grammafóninn í barnakerru og ganga með hana um norður Lundúnir þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn nýtt ár.

Hægt er að nálgast upptökurnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×