Mesta heimilisofbeldið á Suðurnesjum 3. desember 2012 10:33 Reykjanesbær. Samkvæmt rannsókn velferðarráðuneytisins svara yfir 23% einstaklinga á Suðurnesjum eldri en 18 ára því að þeir hafi orðið fyrir ofbeldi á heimilum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 3,6% orðið fyrir heimilisofbeldi á síðustu 12 mánuðum. Heimilisofbeldi er því hæst á Suðurnesjum að sögn Hjördísar Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, sem Víkurfréttir ræddu við. Það var nýleg rannsókn, sem gerð var á landsvísu, sem leiddi í ljós að töluvert væri um líkamlegt og andlegt ofbeldi í samböndum fólks á Suðurnesjum sem að ekki kæmist upp á yfirborðið. Í framhaldi af þessari rannsókn ákvað velferðarráðuneytið að hvetja sveitarfélög til að gera aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi. Félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum ákváðu að taka niðurstöðum rannsóknarinnar alvarlega, minnugar þess árangurs sem náðst hefur í baráttu við kynferðisofbeldi og að rjúfa þögnina í þeim málaflokki. Svo segir í Víkurfréttum: „Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að það hafi tekið tíma að rjúfa þá þögn en í dag hefur baráttan skilað því að kynferðisofbeldi er almennt ekki liðið. Hún segir heimilisofbeldið á engan hátt öðruvísi. Það séu mál sem þurfi að ná upp á yfirborðið og taka á vandanum, sem samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins, er mikill á Suðurnesjum." Þegar Hjördís er spurð um leiðir sem hægt er að fara í baráttunni gegn þessari skæðu vá svarar Hjördís: „Við munum vinna náið með hjúkrunarfræðingum og skólunum og reyna að læra að þekkja það ef börn eru beitt ofbeldi á heimilum. Þar eru ákveðin einkenni sem má læra af. Svo þurfum við að skoða hvaða leiðir á að fara í að tilkynna ofbeldið. Við stefnum að því að vera með gátlista og spurningar til einstaklinga sem er að leita til heilsugæslunnar, okkar eða annarra aðila sem vinna að velferð. Þar verður m.a. spurt hvort viðkomandi hafi orðið fyrir ofbeldi og reynt að koma hlutum þannig fyrir að fólki finnist í lagi að tala um ofbeldi og rjúfa þögnina". Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Samkvæmt rannsókn velferðarráðuneytisins svara yfir 23% einstaklinga á Suðurnesjum eldri en 18 ára því að þeir hafi orðið fyrir ofbeldi á heimilum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 3,6% orðið fyrir heimilisofbeldi á síðustu 12 mánuðum. Heimilisofbeldi er því hæst á Suðurnesjum að sögn Hjördísar Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, sem Víkurfréttir ræddu við. Það var nýleg rannsókn, sem gerð var á landsvísu, sem leiddi í ljós að töluvert væri um líkamlegt og andlegt ofbeldi í samböndum fólks á Suðurnesjum sem að ekki kæmist upp á yfirborðið. Í framhaldi af þessari rannsókn ákvað velferðarráðuneytið að hvetja sveitarfélög til að gera aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi. Félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum ákváðu að taka niðurstöðum rannsóknarinnar alvarlega, minnugar þess árangurs sem náðst hefur í baráttu við kynferðisofbeldi og að rjúfa þögnina í þeim málaflokki. Svo segir í Víkurfréttum: „Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að það hafi tekið tíma að rjúfa þá þögn en í dag hefur baráttan skilað því að kynferðisofbeldi er almennt ekki liðið. Hún segir heimilisofbeldið á engan hátt öðruvísi. Það séu mál sem þurfi að ná upp á yfirborðið og taka á vandanum, sem samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins, er mikill á Suðurnesjum." Þegar Hjördís er spurð um leiðir sem hægt er að fara í baráttunni gegn þessari skæðu vá svarar Hjördís: „Við munum vinna náið með hjúkrunarfræðingum og skólunum og reyna að læra að þekkja það ef börn eru beitt ofbeldi á heimilum. Þar eru ákveðin einkenni sem má læra af. Svo þurfum við að skoða hvaða leiðir á að fara í að tilkynna ofbeldið. Við stefnum að því að vera með gátlista og spurningar til einstaklinga sem er að leita til heilsugæslunnar, okkar eða annarra aðila sem vinna að velferð. Þar verður m.a. spurt hvort viðkomandi hafi orðið fyrir ofbeldi og reynt að koma hlutum þannig fyrir að fólki finnist í lagi að tala um ofbeldi og rjúfa þögnina".
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði