Innlent

Mátti áframsenda kvörtun vegna Góða hirðisins

Það getur ýmislegt gengið á í Góða hirðinum.
Það getur ýmislegt gengið á í Góða hirðinum.
Sorpu bs. var heimilt að áframsenda kvörtun sem þeim barst síðasta sumar frá manni sem var ósáttur við framkomu starfsfólks nytjamarkaðarins Góða hirðisins samkvæmt úrskurði Persónuverndar sem var birtur á heimasíðu stofnunarinnar í dag.

Kvörtunin var send vegna meintrar slakrar þjónustu starfsmanna Góða hirðisins við viðskiptavini. Skeytið var svo endursent til starfsmanna Góða hirðisins og innihélt það nöfn kvartanda og eiginkonu hans. Sjálfur vildi kvartandi meina að þjónustan hefði versnað eftir að kvörtunin var send og að það hefði átt að afmá nöfn hans og konu úr kvörtuninni fyrst hún var áframsend.

Í niðurstöðu Persónuverndar segir að ekki hafi verið tekið fram að innihald skeytisins væri trúnaðarmál og því hafi verið heimilt að áframsenda auk þess sem það hafi samrýmst gæðakerfi fyrirtækisins og gert sé ráð fyrir að allar ábendingar og kvartanir séu teknar fyrir á reglulegum fundum með stjórnendum Góða hirðisins

Ekki er nánar farið út í atvikið sem kvartað var undan og engin afstaða tekin til þess, né þeirrar ásökunar kvartanda, að ekki hafi verið sýnd nægileg nærgætni í málinu að hálfu Sorpu bs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×