Innlent

Umræðan um óhappið einkennist af gysi

Karen Kjartansdóttir skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.
Umfjöllun danskra fjölmiðla af óhappi ungrar konu sem féll af Dronning Lousie brúnni í ískalt vatnið fyrir neðan einkennist að gysi. Unnusti konunnar segir að aldrei hefði verið fjallað um málið á þennan veg ef konan hefði verið dönsk en ekki íslensk.

Konan féll í vatnið aðfaranótt laugardags. Íslenskur félagi hennar stökk á eftir henni en tókst ekki að finna hana í myrkrinu og var kallað á aðstoð frá slökkviliðinu í Kaupmannahöfn og björgunarþyrlu.

Konunni var í fyrstu haldið sofandi, í öndunarvél og undir hitateppi í um tíu klukkustundir. En hægt var að útskrifa hana seint á laugardagskvöld.

Danskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglumanni að konan gæti þurft að standa straum af kostnaði við björgunaraðgerðirnar komi í ljós að hún hafi sjálf átt sök á óhappinu. Þá hefur einnig verið gert gys af óförum hennar.

Kjartan Ólafsson, unnusti hennar segir engan hafa rætt um þetta við þau og margt hafi ekki verið sannleikanum samkvæmt sem birst hafi í dönskum fjölmiðlum. Honum þyki sem Íslending undarlegt að hlusta á svona umræðu í tengslum við björgunaraðgerðir enda hafi ekki tíðkast að gera grín af slíku hér á landi eða að rukka fólk fyrir að vera bjargað úr lífshættu.

„Ég held að þessi frétt hefði aldrei komið svona um danska stelpu," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×