Innlent

Hætta á nýrri bólu á fasteignamarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að raunverð á íbúðahúsnæði muni hækka um 4-5% næstu tvö árin. Skýrsla Greiningadeildar Arionbanka um fasteignamarkaðinn kom út í dag. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Greiningadeildarinnar, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að ekki væru enn komin merki um að bóla væri að myndast á fasteignamarkaði, en sú hætta væri vissulega fyrir hendi vegna gjaldeyrishaftanna.

Hafsteinn Gunnar Hauksson, sérfræðingur hjá Greiningadeildinni, sagði á kynningarfundinum að á síðastliðnum árum hefðu um 150 íbúðir verið byggðar en þær þyrftu að vera 1400 - 1700 á næstu árum. Fasteignaverð þyrfti að hækka því eins og staðan er núna er kostnaður við nýbyggingar mun hærri en fasteignaverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×