Innlent

Í efsta sæti yfir plötur ársins á Amazon

Ævintýri íslensku krakkanna í hljómsveitinni Of Monsters and Men ætlar engan endi að taka því bandaríska vefverslunin Amazon.com setur plötu þeirra, My Head Is an Animal, í efsta sætið yfir plötur ársins árið 2012.
Ævintýri íslensku krakkanna í hljómsveitinni Of Monsters and Men ætlar engan endi að taka því bandaríska vefverslunin Amazon.com setur plötu þeirra, My Head Is an Animal, í efsta sætið yfir plötur ársins árið 2012.
Ævintýri íslensku krakkanna í hljómsveitinni Of Monsters and Men ætlar engan endi að taka því bandaríska vefverslunin Amazon.com setur plötu þeirra, My Head Is an Animal, í efsta sætið yfir plötur ársins árið 2012. Platan var gefin út í apríl síðastliðnum og hefur selst í bílförmum um allan heim.

Hægt er að kaupa plötuna á stafrænu formi á síðunni, á geisladisk og einnig á Vínyl. Amazon er ein vinsælasta vefverslun á internetinu í öllum heiminum, og því er það mikil viðurkenning fyrir hljómsveitina að vera í efsta sæti.

Hljómsveitin hefur slegið í gegn og var meðal annars lag þeirra, Dirty Paws, notað í auglýsingunni fyrir nýjustu útgáfuna af iPhone 5. Þá hefur hljómsveitin spilað út um allan heim, og selt fjölmörg eintök í Bandaríkjunum.

Hér er hægt að sjá listann yfir þær 100 plötur sem Amazon tilgreinir sem bestu plötur ársins 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×