Innlent

Lögreglan á Akureyri þarf enn að smala hrossum

Lögreglan á Akureyri þurfti að smala saman fjórtán hrossum sem völsuðu um þjóðveginn í Kræklingahlíð utan við bæinn í nótt og koma þeim í helda girðingu.

Vegafandi tilkynnti um hrossin og sagði að þau sæjust afar illa í myrkrinu. Undanfarna sólarhringa hefur ekki liðið sú nótt að lögreglan þurfi ekki að leggjast í smalamennsku, því hrossaeigendur virðast ætla að draga það í lengstu lög að taka hross á hús og innigjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×