Hildur Lilliendahl fékk aðdáandabréf BBI skrifar 7. desember 2012 22:26 Hildur Lilliendahl. Hildur Lilliendahl fékk í gær sent bréf heim til sín frá aðdáanda þar sem hún er brýnd til dáða í feminískri baráttu sinni. Fyrst þegar Hildur sá bréfið á gólfinu undir lúgunni brá henni nokkuð í brún og hélt jafnvel það væri hótunarbréf eða eitthvað í þeim dúr. Hún hefur verið mikið milli tannanna á fólki fyrir að standa vörð um réttindi kvenna og stuðla að jafnrétti í samfélaginu. Í gegnum tíðina hafa margir ausið yfir hana svívirðingum á internetinu meðan aðrir keppast við að dásama hana. „Ég þoli ákveðið mikið áreiti á netinu en um leið og eitthvað fer inn fyrir dyrnar heima hjá mér kemst ég auðveldlega úr jafnvægi," sagði Hildur á Facebook, en þegar hún opnaði bréfið reyndist það aftur á móti fallegt aðdáandabréf. Í bréfinu stóð meðal annars: „Ég get fullvissað þig um það að fyrir hvern af þessum aumingjum og ómennum átt þú 1000 aðdáendur eins og mig" og „Barátta þín hefur gert mig að stoltum öfgafemínista ... og fyrir það er ég þakklátur" og „Framganga þín hefur virkað sem herkvaðning á mig og ég heiti því að beita mér af þunga." Hildur var hálfpartinn klökk þegar hún hafði opnað bréfið og skrifaði færslu á facebook sem endaði á orðunum „Fólk er svo fallegt." Bréfið var þéttskrifað á tveimur síðum. Það tengdist ekki beinlínist atvikum síðustu viku þegar þáttarstjórnendur útvarpsþáttarins Harmageddon tóku sér leyfi frá störfum eftir að Hildur benti á afar svæsið viðtal þar sem tónlistarmaður fór ófögrum orðum um konur. „Hann hafði greinilega fylgst með mér í langan tíma og lengi langað að hafa samband við mig," segir Hildur. Athugasemd ritstjórnar: Í fyrstu var greint frá því að bréfið hefði verið nafnlaust. Svo var ekki og er því hér með komið á framfæri. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Hildur Lilliendahl fékk í gær sent bréf heim til sín frá aðdáanda þar sem hún er brýnd til dáða í feminískri baráttu sinni. Fyrst þegar Hildur sá bréfið á gólfinu undir lúgunni brá henni nokkuð í brún og hélt jafnvel það væri hótunarbréf eða eitthvað í þeim dúr. Hún hefur verið mikið milli tannanna á fólki fyrir að standa vörð um réttindi kvenna og stuðla að jafnrétti í samfélaginu. Í gegnum tíðina hafa margir ausið yfir hana svívirðingum á internetinu meðan aðrir keppast við að dásama hana. „Ég þoli ákveðið mikið áreiti á netinu en um leið og eitthvað fer inn fyrir dyrnar heima hjá mér kemst ég auðveldlega úr jafnvægi," sagði Hildur á Facebook, en þegar hún opnaði bréfið reyndist það aftur á móti fallegt aðdáandabréf. Í bréfinu stóð meðal annars: „Ég get fullvissað þig um það að fyrir hvern af þessum aumingjum og ómennum átt þú 1000 aðdáendur eins og mig" og „Barátta þín hefur gert mig að stoltum öfgafemínista ... og fyrir það er ég þakklátur" og „Framganga þín hefur virkað sem herkvaðning á mig og ég heiti því að beita mér af þunga." Hildur var hálfpartinn klökk þegar hún hafði opnað bréfið og skrifaði færslu á facebook sem endaði á orðunum „Fólk er svo fallegt." Bréfið var þéttskrifað á tveimur síðum. Það tengdist ekki beinlínist atvikum síðustu viku þegar þáttarstjórnendur útvarpsþáttarins Harmageddon tóku sér leyfi frá störfum eftir að Hildur benti á afar svæsið viðtal þar sem tónlistarmaður fór ófögrum orðum um konur. „Hann hafði greinilega fylgst með mér í langan tíma og lengi langað að hafa samband við mig," segir Hildur. Athugasemd ritstjórnar: Í fyrstu var greint frá því að bréfið hefði verið nafnlaust. Svo var ekki og er því hér með komið á framfæri.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira