Búist er við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, suðaustanlands í kvöld og sunnan og vestan til á landinu á morgun. Klukkan þrjú í dag var austan- og norðaustanátt, hvöss syðst á landinu og einnig sums staðar NV-til, annars talsvert hægari.
Éljagangur á NA- og A-landi, en skýjað og yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 7 stig, en hiti kringum frostmark á S-verðu landinu.
Búast má við mjög takmörkuðu skyggni vegna skafrennings á öllu svæðinu. Á norðausturlandi er áframhaldandi éljagangur, en hægari vindur.
Skyggni getur á tímum verið takmarkað vegna skafrennings og élja. Á suðaustur- og austurhluta landsins vex vindur talsvert í dag. Í nótt má búast við norðasutan 18-23 m/s og miklum vindhviðum undir Vatnajökli. Þar brestur á með hríðarveðri í fyrramálið.
Varað við stormi í kvöld
