Ástþór slær í gegn með ljósmyndabók Boði Logason skrifar 9. nóvember 2012 21:05 „Þetta er náttúrulega allt saman sölumennska - það er alltaf verið að selja hugmyndir og fegurð. Í þessu er það náttúrufegurð en í hinu er það persónufegurð," segir Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem hefur nú alfarið snúið sér að ljósmyndun. Svo vel gengur hjá honum að vefur breska blaðið Daily Mail birtir umfjöllun um nýja ljósmyndabók sem hann gaf út á dögunum. Ljósmyndun er ekki ný fyrir Ástþóri því hann lærði tísku- og auglýsingaljósmyndun við hinn virta skóla Medway College of Art and Design í Bretlandi ungur að árum. Hann rak einnig ljósmyndastofu og framköllunarfyrirtæki um árabil. „Ég var með sýningu í Gallerí Fold í sumar, og er að gera myndir með nýrri tækni. Svokallaðar glögg-myndir, þetta eru alveg risastórar myndir allt upp í 1x2 metrar. Ég er núna að fara með þetta í erlend gallerí. Þetta áhugamál kallar alltaf aftur á mann. Ég byrjaði ævina í ljósmyndun og langar að enda hana í ljósmyndun," segir Ástþór. Bókin sem Ástþór var að gefa út nefnist á ensku Iceland Inside og birti vefur Daily Mail nokkrar litskrúðugar myndir úr bókinni og stutt viðtal við Ástþór. Ástþór hefur tekið því rólega frá því að forsetakosningarnar kláruðust í vor. „Ég er úti á Spáni núna, ég er með hús þar. Ég hef verið að fókusa á þessa ljósmyndun og er með síðuna gloggmynd.is. Þannig það er bara bjart í kringum mig." En er hann búinn að hafa samband við skrifstofu forsetans og biðja um að taka mynd af forsetanum, nú þegar hann er aftur farinn að taka myndir? „Nei ég hef nú ekki gert það ennþá," segir hann hlæjandi. „Ég kannski fæ að taka myndir af honum ef hann býður sig fram aftur." En ætlar hann að bjóða sig fram aftur eftir fjögur ár? „Ég veit það nú ekki, ég verð örugglega dauður áður en ég næ að bjóða mig fram aftur án þess að hann sé þarna," segir hann að lokum. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt saman sölumennska - það er alltaf verið að selja hugmyndir og fegurð. Í þessu er það náttúrufegurð en í hinu er það persónufegurð," segir Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem hefur nú alfarið snúið sér að ljósmyndun. Svo vel gengur hjá honum að vefur breska blaðið Daily Mail birtir umfjöllun um nýja ljósmyndabók sem hann gaf út á dögunum. Ljósmyndun er ekki ný fyrir Ástþóri því hann lærði tísku- og auglýsingaljósmyndun við hinn virta skóla Medway College of Art and Design í Bretlandi ungur að árum. Hann rak einnig ljósmyndastofu og framköllunarfyrirtæki um árabil. „Ég var með sýningu í Gallerí Fold í sumar, og er að gera myndir með nýrri tækni. Svokallaðar glögg-myndir, þetta eru alveg risastórar myndir allt upp í 1x2 metrar. Ég er núna að fara með þetta í erlend gallerí. Þetta áhugamál kallar alltaf aftur á mann. Ég byrjaði ævina í ljósmyndun og langar að enda hana í ljósmyndun," segir Ástþór. Bókin sem Ástþór var að gefa út nefnist á ensku Iceland Inside og birti vefur Daily Mail nokkrar litskrúðugar myndir úr bókinni og stutt viðtal við Ástþór. Ástþór hefur tekið því rólega frá því að forsetakosningarnar kláruðust í vor. „Ég er úti á Spáni núna, ég er með hús þar. Ég hef verið að fókusa á þessa ljósmyndun og er með síðuna gloggmynd.is. Þannig það er bara bjart í kringum mig." En er hann búinn að hafa samband við skrifstofu forsetans og biðja um að taka mynd af forsetanum, nú þegar hann er aftur farinn að taka myndir? „Nei ég hef nú ekki gert það ennþá," segir hann hlæjandi. „Ég kannski fæ að taka myndir af honum ef hann býður sig fram aftur." En ætlar hann að bjóða sig fram aftur eftir fjögur ár? „Ég veit það nú ekki, ég verð örugglega dauður áður en ég næ að bjóða mig fram aftur án þess að hann sé þarna," segir hann að lokum.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira