Skiptir ekki höfuðmáli hve margir kjósa BBI skrifar 20. október 2012 13:34 Atkvæðagreiðslan í dag. Myndin er tekin í íþróttamiðstöðinni við Dalhús í Grafarvogi Mynd/Pjetur Eiríkur Bergmann Einarsson, meðlimur stjórnlagaráðs, er ánægður með kjörsóknina það sem af er degi. Í dag greiðir almenningur atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en um klukkan eitt höfðu tæp 10% greitt atkvæði. "Þetta er akkurat í takt við það sem maður átti von á," segir Eiríkur en hann telur hvorki hægt að bera kjörsóknina við Icesave-kosningarnar né forsetakosningarnar. Í raun telur hann að eina atkvæðagreiðslan sem við höfum til samanburðar sé stjórnlagaþingskosningarnar, en kjörsókn hefur verið örlítið meiri í dag en hún var þá. Um eitt leytið höfðu 9,92% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en á sama tíma höfðu 9,66% kosið í stjórnlagaþingskosningunni. Eiríkur telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa. "Og í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttaka um fjórðungur til helmingur," segir hann. "Það er á því bili sem við verðum í dag og það hefur legið fyrir lengi í mínum huga í það minnsta." Eiríkur bendir á lýðræðið feli í sér að allir hafa heimild til að ákveða að leyfa öðrum að taka fyrirliggjandi ákvörðun í sinn stað, en það er einmitt það sem fólk gerir með því að mæta ekki á kjörstað. "Það er mikilvægt að þetta komi fram: Það er engin leið að ætla þeim sem ekki mæta einhverja skoðun í málinu. Þeir sem mæta taka ákvörðunina. Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þá þarf hann að mæta og skila auðu. Sá sem ákveður að mæta ekki hann ákveður að leyfa öðrum að ráða," segir Eiríkur. Þess vegna telur hann að það skipti ekki höfuðmáli hve margir mæta til að greiða atkvæði í dag. "Það sem raunverulega skiptir máli er hver munurinn milli þeirra sem segja nei og þeirra sem segja já við fyrstu spurningunni verður," segir Eiríkur Bergmann. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, meðlimur stjórnlagaráðs, er ánægður með kjörsóknina það sem af er degi. Í dag greiðir almenningur atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en um klukkan eitt höfðu tæp 10% greitt atkvæði. "Þetta er akkurat í takt við það sem maður átti von á," segir Eiríkur en hann telur hvorki hægt að bera kjörsóknina við Icesave-kosningarnar né forsetakosningarnar. Í raun telur hann að eina atkvæðagreiðslan sem við höfum til samanburðar sé stjórnlagaþingskosningarnar, en kjörsókn hefur verið örlítið meiri í dag en hún var þá. Um eitt leytið höfðu 9,92% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en á sama tíma höfðu 9,66% kosið í stjórnlagaþingskosningunni. Eiríkur telur að til að fá raunhæfan samanburð sé æskilegt að líta til annarra landa. "Og í svona kosningum í löndunum í kringum okkur er kosningaþátttaka um fjórðungur til helmingur," segir hann. "Það er á því bili sem við verðum í dag og það hefur legið fyrir lengi í mínum huga í það minnsta." Eiríkur bendir á lýðræðið feli í sér að allir hafa heimild til að ákveða að leyfa öðrum að taka fyrirliggjandi ákvörðun í sinn stað, en það er einmitt það sem fólk gerir með því að mæta ekki á kjörstað. "Það er mikilvægt að þetta komi fram: Það er engin leið að ætla þeim sem ekki mæta einhverja skoðun í málinu. Þeir sem mæta taka ákvörðunina. Ef einhver vill mótmæla atkvæðagreiðslunni þá þarf hann að mæta og skila auðu. Sá sem ákveður að mæta ekki hann ákveður að leyfa öðrum að ráða," segir Eiríkur. Þess vegna telur hann að það skipti ekki höfuðmáli hve margir mæta til að greiða atkvæði í dag. "Það sem raunverulega skiptir máli er hver munurinn milli þeirra sem segja nei og þeirra sem segja já við fyrstu spurningunni verður," segir Eiríkur Bergmann.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan fer rólega af stað "Þetta er alveg klárlega rólegra en verið hefur," segja starfsmenn yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í dag greiðir þjóðin atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en það sem af er morgni hefur kjörsókn verið talsvert lakari en í síðustu kosningum, hvort sem miðað er við forsetakosningarnar í vor eða stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma. 20. október 2012 11:32