Lögbann ekki lagt á Landsbankann BBI skrifar 15. október 2012 17:05 Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og talsmanns neytenda um að lögbann yrði lagt á útsendingu Landsbankans á greiðsluseðlum vegna ólögmætra gengislána. Rétturinn staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms. Hagsmunasamtökin kröfðust lögbanns 9. maí á þessu ári hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna þess að endurútreikningar lánanna eru í uppnámi vegna réttaróvissu. Samkvæmt kröfunni yrði lögbanninu ekki aflétt fyrr en lánin hefðu verið endurreiknuð. Sýslumaður hafnaði þessari beiðni og því var dómsmálið höfðað. Bæði var deilt um hvort Hagsmunasamtökin gætu yfir höfuð krafist lögbanns við einhverjum athöfnum og um hvort rétt væri að leggja lögbann við athöfnum Landsbankans í þessu tilviki. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Hagsmunasamtök heimilanna væru bær til þess að krefjast lögbanns á tilteknar athafnir. Bæði var bent á auglýsingu sem innanríkisráðherra gaf út síðla ársins 2011, þar kom m.a. fram að samtökin gætu leitað lögbanns. Einnig var bent á að stjórnvöld og samtök gætu almennt leitað lögbanns til að vernda hagsmuni neitenda, en það þótti benda til þess að Hagsmunasamtök heimilanna væru einnig bær til þess. Því þótti ekki orka tvímælis að samtökin gætu krafist lögbanns. Hins vegar þóttu ekki skilyrði til að fallast á kröfuna um lögbann í þessu tilviki. Samkvæmt 1. tölulið 3. málsgreinar 24. greinar laga um kyrrsetningu og lögbann „verður lögbann ekki lagt við athöfn ef talið verður að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna gerðarbeiðanda tryggi þá nægilega". Í þessu máli þóttu réttarreglur um skaðabætur tryggja hagsmuni lántakenda nægilega. Í dómnum kemur fram að lögbann sé í eðli sínu neyðarráðstöfun sem ekki verður beitt nema fyrir liggi að almenn úrræði komi ekki að nægu haldi. Ekki þótti líklegt að réttindi lántakenda færu forgörðum í þessu máli þó ekki sé ljóst hvenær og hvernig lántakendur fá leiðréttingu sinna mála eftir að útreikningur liggur fyrir. Einnig var bent á að bankarnir hefðu gefið út að hugsanlegar ofgreiðslur verði leiðréttar ef síðari niðurstöður dómstóla verða þær að endurreikna beri gengistryggðu lánin.Hér má nálgast allan dóminn. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og talsmanns neytenda um að lögbann yrði lagt á útsendingu Landsbankans á greiðsluseðlum vegna ólögmætra gengislána. Rétturinn staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms. Hagsmunasamtökin kröfðust lögbanns 9. maí á þessu ári hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna þess að endurútreikningar lánanna eru í uppnámi vegna réttaróvissu. Samkvæmt kröfunni yrði lögbanninu ekki aflétt fyrr en lánin hefðu verið endurreiknuð. Sýslumaður hafnaði þessari beiðni og því var dómsmálið höfðað. Bæði var deilt um hvort Hagsmunasamtökin gætu yfir höfuð krafist lögbanns við einhverjum athöfnum og um hvort rétt væri að leggja lögbann við athöfnum Landsbankans í þessu tilviki. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Hagsmunasamtök heimilanna væru bær til þess að krefjast lögbanns á tilteknar athafnir. Bæði var bent á auglýsingu sem innanríkisráðherra gaf út síðla ársins 2011, þar kom m.a. fram að samtökin gætu leitað lögbanns. Einnig var bent á að stjórnvöld og samtök gætu almennt leitað lögbanns til að vernda hagsmuni neitenda, en það þótti benda til þess að Hagsmunasamtök heimilanna væru einnig bær til þess. Því þótti ekki orka tvímælis að samtökin gætu krafist lögbanns. Hins vegar þóttu ekki skilyrði til að fallast á kröfuna um lögbann í þessu tilviki. Samkvæmt 1. tölulið 3. málsgreinar 24. greinar laga um kyrrsetningu og lögbann „verður lögbann ekki lagt við athöfn ef talið verður að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna gerðarbeiðanda tryggi þá nægilega". Í þessu máli þóttu réttarreglur um skaðabætur tryggja hagsmuni lántakenda nægilega. Í dómnum kemur fram að lögbann sé í eðli sínu neyðarráðstöfun sem ekki verður beitt nema fyrir liggi að almenn úrræði komi ekki að nægu haldi. Ekki þótti líklegt að réttindi lántakenda færu forgörðum í þessu máli þó ekki sé ljóst hvenær og hvernig lántakendur fá leiðréttingu sinna mála eftir að útreikningur liggur fyrir. Einnig var bent á að bankarnir hefðu gefið út að hugsanlegar ofgreiðslur verði leiðréttar ef síðari niðurstöður dómstóla verða þær að endurreikna beri gengistryggðu lánin.Hér má nálgast allan dóminn.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira