Joly segir árangur Íslands í hvítflibbabrotum einstakan á heimsvísu Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. október 2012 20:55 Eva Joly telur að árangur Íslands við rannsókn og saksókn efnahagsbrota sé einstakur á heimsvísu. Þá segist hún ástfangin af landi og þjóð og hyggst rækta tengsl sín við Ísland enn frekar.Eva Joly, sem er þingmaður á Evrópuþingingu, er á Íslandi í stuttri heimsókn en hún hélt erindi um fjármálakreppuna í Hörpu í dag á vegum Samtaka fjárfesta og HÍ. Joly, sem um tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara, segist gleðjast yfir því að rannsóknir embættisins séu að skila árangri. „Ég er mjög ánægð með að sjá að sterk mál hafa komið fyrir dómstóla og að saksóknararnir vinna þessi mál, að fólk sé dæmt til fangelsisvistar. Mér finnst þið mjög hugrökk. Þetta er alveg einstakt í heiminum. Í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem bankamenn hafa gert jafnmikinn óskunda og á Íslandi, er enginn sóttur til saka. Þetta er mjög sterkt,“ segir Joly í samtali við fréttastofu. Telur þú þá að Íslandi hafi orðið betur ágengt í að takast á við hvítflibbaglæpi en öðrum löndum? „Já, ég held að þið séuð orðnir miklir sérfræðingar og það er mjög athyglisvert að sjá að þið hafið gert þetta með innlendum mannafla, með því að styrkja hann, og öll keðjan hefur verið styrkt, líka dómstólarnir. Mér þykir þetta aðdáunarvert.“ Joly, sem bauð sig fram til forseta Frakklands í forsetakosningunum í vor en fékk nánast ekkert fylgi, mun áfram starfa á Evrópuþinginu og þá sinnir hún verkefnum fyrir afgönsk stjórnvöld. Hún hyggst áfram rækta tengslin við Ísland í gegnum Eva Joly Institute sem Jón Þórisson, umboðsmaður hennar hér á landi, fer fyrir. Um er að ræða frjáls félagasamtök um lýðræðisumbætur og réttlæti. „Ég elska þetta land, mér finnst ég í rauninni eiga heima hérna. Mér líður vel hérna svo ég mun halda áfram að fylgjast með af miklum áhuga,“ segir Eva Joly. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Eva Joly telur að árangur Íslands við rannsókn og saksókn efnahagsbrota sé einstakur á heimsvísu. Þá segist hún ástfangin af landi og þjóð og hyggst rækta tengsl sín við Ísland enn frekar.Eva Joly, sem er þingmaður á Evrópuþingingu, er á Íslandi í stuttri heimsókn en hún hélt erindi um fjármálakreppuna í Hörpu í dag á vegum Samtaka fjárfesta og HÍ. Joly, sem um tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara, segist gleðjast yfir því að rannsóknir embættisins séu að skila árangri. „Ég er mjög ánægð með að sjá að sterk mál hafa komið fyrir dómstóla og að saksóknararnir vinna þessi mál, að fólk sé dæmt til fangelsisvistar. Mér finnst þið mjög hugrökk. Þetta er alveg einstakt í heiminum. Í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem bankamenn hafa gert jafnmikinn óskunda og á Íslandi, er enginn sóttur til saka. Þetta er mjög sterkt,“ segir Joly í samtali við fréttastofu. Telur þú þá að Íslandi hafi orðið betur ágengt í að takast á við hvítflibbaglæpi en öðrum löndum? „Já, ég held að þið séuð orðnir miklir sérfræðingar og það er mjög athyglisvert að sjá að þið hafið gert þetta með innlendum mannafla, með því að styrkja hann, og öll keðjan hefur verið styrkt, líka dómstólarnir. Mér þykir þetta aðdáunarvert.“ Joly, sem bauð sig fram til forseta Frakklands í forsetakosningunum í vor en fékk nánast ekkert fylgi, mun áfram starfa á Evrópuþinginu og þá sinnir hún verkefnum fyrir afgönsk stjórnvöld. Hún hyggst áfram rækta tengslin við Ísland í gegnum Eva Joly Institute sem Jón Þórisson, umboðsmaður hennar hér á landi, fer fyrir. Um er að ræða frjáls félagasamtök um lýðræðisumbætur og réttlæti. „Ég elska þetta land, mér finnst ég í rauninni eiga heima hérna. Mér líður vel hérna svo ég mun halda áfram að fylgjast með af miklum áhuga,“ segir Eva Joly. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira