Innlent

Björk gefur kost á sér

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og félagsráðgjafi mun gefa kost á sér í 3.-4. sæti í væntanlegu forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, vegna Alþingiskosninga 2013.
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og félagsráðgjafi mun gefa kost á sér í 3.-4. sæti í væntanlegu forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, vegna Alþingiskosninga 2013.
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og félagsráðgjafi mun gefa kost á sér í 3.-4. sæti í væntanlegu forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, vegna Alþingiskosninga 2013.

Björk hefur verið í borgarstjórn í 10 ár og stýrt velferðarmálum borgarinnar stærstan hluta þess tíma með farsælum hætti. Þar áður átti hún fjölbreyttan starfsferil m.a. sem svínahirðir, fangavörður og sjómaður en sem félagsráðgjafi hjá Stígamótum, Kvennaráðgjöfinni og á Kvennadeild Landspítalans.

Hún var formaður BHM 1998-2002.

Nái Björk kjöri til Alþingis mun hún að hætta sem borgarfulltrúi til að geta einbeitt sér á nýjum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×