Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2012 18:49 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar. Aðeins lítill hluti af þeim kynferðisbrotamálum sem kærð eru til lögreglu leiða til sakfellingar. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og vöktu tölur sem þar voru birtar athygli. Skúli Helgason þingmaður Samfylkingarinnar óskaði í framhaldinu eftir því að allherjar- og menntamálanefnd Alþingis geri sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála. „Það eru þessar nýju upplýsingar um að það séu ekki nema 3 af hverjum 100 málum sem eru kærð til lögreglu sem að leiða til sakfellingar og yfir 85% af þessum málum sem að fara aldrei áfram til Ríkissaksóknara sem að segir okkur það að við erum með kerfi sem að sendir þau skilaboð að það þýði í raun og veru ekkert að kæra þessa voðaverknaði og það kallar á sérstök viðbrögð þingsins sem að ég vill beita mér fyrir," segir Skúli. Skúli segir nefndina koma til með að ræða við fjölmarga aðila líkt og fulltrúa Stígamóta, Ríkissaksóknara, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögmann Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Mikilvægt sé að skoða málið kerfisbundið. „Hvað er að valda þessari tregðu í kerfinu. Eru eðlilegar skýringar á einhverjum á þessum þáttum. Hvar getur fjárveitingarvaldið gripið inn og svo framvegis," segir Skúli. Hann segir mikilvægt að skoða afhverju svo fá mál lendi fyrir dómstólum, hvernig standi á því að svo örfá mál leiði til sakfellingar og afhverju málshraðinn er eins langur og raun ber vitni. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við getum ekki boðið fórnarlömbum kynferðisafbrota upp á það að það fái hreinlega enga úrlausn sinna mála í kerfinu hjá okkur. Nógu slæmt er að þola þessa verknaði og við verðum að standa betur að því að tryggja að réttlætinu sé fullnægt," segir Skúli.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira