Sport

Federer hótað lífláti í Kína

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, hefur ákveðið að taka þátt í Shanghai Masters í Kína. Ekki eru allir kátir með það því Federer hafa borist líflátshótanir þannig að ákveðið hefur verið að auka öryggisgæslu á mótinu.

Líflátshótunin barst frá ónefndum manni á vinsælli vefsíðu.

"Þann 6. október ætla ég mér að myrða Federer enda vil ég útrýma tennis," sagði maðurinn sem segist ætla að myrða Federer og birti svo falsaða mynd af Federer þar sem hann hefur misst útlimi og liggur í blóði sínu á tennisvellinum.

Þetta ástand er sagt vera sérstaklega erfitt fyrir Federer sem ætlar að taka alla fjölskylduna með til Kína.

Öryggi á tennisvöllum hefur verið ábótavant í gegnum tíðina og hver man ekki eftir því þegar Monica Seles var stungin í bakið af andlega veikum manni sem studdi Steffi Graf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×