Innlent

Malmö hafði betur í Íslendingaslagnum gegn Piteå

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd: Daníel
Það var sannkallaður Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag þegar Malmö og Piteå mættust á heimavelli Malmö.

Heimastúlkur unnu fínan 3-1 sigur en Þóra Björg Helgadóttir stóð allan leikinn í marki Malmö og Sara Björk Gunnarsdóttir lék innan miðjunni. Sara Björk skoraði eitt mark fyrir heimastúlkur í leiknum.

Hallbera Gísladóttir lék í öftustu línu fyrir Piteå.

Malmö er í öðru sæti deildarinnar með 45 stig en Piteå í því tíunda með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×