Innlent

Umferðarstofa varar ökumenn við sólinni

BBI skrifar
Undanfarna daga hefur mátt rekja fjölda árekstra og óhappa til þess að sólin hafi blindað ökumenn. Sólin er nú lágt á lofti og himinn heiður víða um land. Þó það sé auðvitað fyrst og fremst ánægjulegt vill Umferðarstofa vara ökumenn við þeirri hættu sem því fylgir.

„Umferðarstofa vill hvetja ökumenn að tryggja öryggi sitt og annarra með því að hafa rúður hreinar, notast við sólgleraugu og síðast en ekki síst að horfa vel fram á veginn þannig að mögulegar hindranir komi ekki á óvart þegar geislar sólar byrgja mönnum skyndilega sýn," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×