Chopin gerði útslagið - sýknaður af líkamsárás 20. september 2012 13:49 Flygill. Myndin er úr safni. Karlmaður á sextugsaldri var sýknaður af líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann var ákærður fyrir að taka um hönd konu, sem var nágranni hans, snúa upp á hana og henda henni utan í nálægan steinvegg. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa slegið mann hennar með stunguskóflu en árásin átti að hafa átt sér stað í janúar á síðasta ári. Um er að ræða heiftarlega nágrannaerjur í Kópavogi en parið átti eins árs gamalt barn sem þau sögðu ítrekað vakna þegar nágranni þeirra spilaði á flygil sem var í stofu mannsins, og stundum var æfður óperusöngur í íbúðinni. Umrætt kvöld sagðist maðurinn hafa farið út að borða ásamt sambýliskonu sinni og þau hafi ætlað að hafa það huggulegt vegna þess að hún hafi verið að fara utan daginn eftir. Þegar þau komu heim um klukkan tíu um kvöldið bað píanóleikarinn konuna um að spila fyrir sig píanóverk eftir Chopin, en hún sé mjög fær píanisti og organisti að mati hins ákærða. Svo virðist sem Chopin hafi gert útslagið því eftir að sambýliskonan hafði spilað í nokkrar mínútur komu nágrannarnir og hringdu dyrabjöllunni og hrópuðu inn um bréfalúguna. Nokkuð ber á milli hvað gerðist næst. Þannig heldur parið því fram að maðurinn hafi komið til dyra vopnaður stunguskóflunni. Hann á að hafa snúið upp á hönd konunnar, slengt henni upp við steinvegg og hrópað: „Hvað ætlar þú að gera núna". Síðan á hann að hafa slegið manninn, sem er slökkviliðsmaður, með stunguskóflunni þannig hún lenti undir höku mannsins. Maðurinn hafnar alfarið þessum ásökunum og segir konuna hafa fengið áverkana þegar hún á að hafa slegið til mannsins en höggið geigað og endað á dyrakarminum, sem brotnaði í herlegheitunum. Þá sagði maðurinn slökkviliðsmanninn hafa slegið hann hnefahöggi. Svo virðist sem parið hafi verið orðið langþreytt á „tónleikahaldi" nágranna síns og um það er ekki deilt. Aftur á móti er framburður slökkviliðsmannsins talinn óstöðugur að mati dómsins, meðal annars sagðist hann hafa slegið manninn þegar lögreglan tók skýrslu af honum. Hann sagði fyrir dómi að rangt hefði verið eftir sér haft. Þá hafði vitni mikil áhrif á niðurstöðu málsins. Það var nágrannakona þeirra sem sagðist hafa séð hluta af átökunum. Sú sagðist aldrei hafa séð stunguskófluna. Málið þykir því ekki hafið yfir allan vafa. Maðurinn var semsagt sýknaður af ákærunni auk þess sem ríkissjóður greiðir allan málskostnað, bæði hjá sækjanda og verjanda. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var sýknaður af líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann var ákærður fyrir að taka um hönd konu, sem var nágranni hans, snúa upp á hana og henda henni utan í nálægan steinvegg. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa slegið mann hennar með stunguskóflu en árásin átti að hafa átt sér stað í janúar á síðasta ári. Um er að ræða heiftarlega nágrannaerjur í Kópavogi en parið átti eins árs gamalt barn sem þau sögðu ítrekað vakna þegar nágranni þeirra spilaði á flygil sem var í stofu mannsins, og stundum var æfður óperusöngur í íbúðinni. Umrætt kvöld sagðist maðurinn hafa farið út að borða ásamt sambýliskonu sinni og þau hafi ætlað að hafa það huggulegt vegna þess að hún hafi verið að fara utan daginn eftir. Þegar þau komu heim um klukkan tíu um kvöldið bað píanóleikarinn konuna um að spila fyrir sig píanóverk eftir Chopin, en hún sé mjög fær píanisti og organisti að mati hins ákærða. Svo virðist sem Chopin hafi gert útslagið því eftir að sambýliskonan hafði spilað í nokkrar mínútur komu nágrannarnir og hringdu dyrabjöllunni og hrópuðu inn um bréfalúguna. Nokkuð ber á milli hvað gerðist næst. Þannig heldur parið því fram að maðurinn hafi komið til dyra vopnaður stunguskóflunni. Hann á að hafa snúið upp á hönd konunnar, slengt henni upp við steinvegg og hrópað: „Hvað ætlar þú að gera núna". Síðan á hann að hafa slegið manninn, sem er slökkviliðsmaður, með stunguskóflunni þannig hún lenti undir höku mannsins. Maðurinn hafnar alfarið þessum ásökunum og segir konuna hafa fengið áverkana þegar hún á að hafa slegið til mannsins en höggið geigað og endað á dyrakarminum, sem brotnaði í herlegheitunum. Þá sagði maðurinn slökkviliðsmanninn hafa slegið hann hnefahöggi. Svo virðist sem parið hafi verið orðið langþreytt á „tónleikahaldi" nágranna síns og um það er ekki deilt. Aftur á móti er framburður slökkviliðsmannsins talinn óstöðugur að mati dómsins, meðal annars sagðist hann hafa slegið manninn þegar lögreglan tók skýrslu af honum. Hann sagði fyrir dómi að rangt hefði verið eftir sér haft. Þá hafði vitni mikil áhrif á niðurstöðu málsins. Það var nágrannakona þeirra sem sagðist hafa séð hluta af átökunum. Sú sagðist aldrei hafa séð stunguskófluna. Málið þykir því ekki hafið yfir allan vafa. Maðurinn var semsagt sýknaður af ákærunni auk þess sem ríkissjóður greiðir allan málskostnað, bæði hjá sækjanda og verjanda.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira