Chopin gerði útslagið - sýknaður af líkamsárás 20. september 2012 13:49 Flygill. Myndin er úr safni. Karlmaður á sextugsaldri var sýknaður af líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann var ákærður fyrir að taka um hönd konu, sem var nágranni hans, snúa upp á hana og henda henni utan í nálægan steinvegg. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa slegið mann hennar með stunguskóflu en árásin átti að hafa átt sér stað í janúar á síðasta ári. Um er að ræða heiftarlega nágrannaerjur í Kópavogi en parið átti eins árs gamalt barn sem þau sögðu ítrekað vakna þegar nágranni þeirra spilaði á flygil sem var í stofu mannsins, og stundum var æfður óperusöngur í íbúðinni. Umrætt kvöld sagðist maðurinn hafa farið út að borða ásamt sambýliskonu sinni og þau hafi ætlað að hafa það huggulegt vegna þess að hún hafi verið að fara utan daginn eftir. Þegar þau komu heim um klukkan tíu um kvöldið bað píanóleikarinn konuna um að spila fyrir sig píanóverk eftir Chopin, en hún sé mjög fær píanisti og organisti að mati hins ákærða. Svo virðist sem Chopin hafi gert útslagið því eftir að sambýliskonan hafði spilað í nokkrar mínútur komu nágrannarnir og hringdu dyrabjöllunni og hrópuðu inn um bréfalúguna. Nokkuð ber á milli hvað gerðist næst. Þannig heldur parið því fram að maðurinn hafi komið til dyra vopnaður stunguskóflunni. Hann á að hafa snúið upp á hönd konunnar, slengt henni upp við steinvegg og hrópað: „Hvað ætlar þú að gera núna". Síðan á hann að hafa slegið manninn, sem er slökkviliðsmaður, með stunguskóflunni þannig hún lenti undir höku mannsins. Maðurinn hafnar alfarið þessum ásökunum og segir konuna hafa fengið áverkana þegar hún á að hafa slegið til mannsins en höggið geigað og endað á dyrakarminum, sem brotnaði í herlegheitunum. Þá sagði maðurinn slökkviliðsmanninn hafa slegið hann hnefahöggi. Svo virðist sem parið hafi verið orðið langþreytt á „tónleikahaldi" nágranna síns og um það er ekki deilt. Aftur á móti er framburður slökkviliðsmannsins talinn óstöðugur að mati dómsins, meðal annars sagðist hann hafa slegið manninn þegar lögreglan tók skýrslu af honum. Hann sagði fyrir dómi að rangt hefði verið eftir sér haft. Þá hafði vitni mikil áhrif á niðurstöðu málsins. Það var nágrannakona þeirra sem sagðist hafa séð hluta af átökunum. Sú sagðist aldrei hafa séð stunguskófluna. Málið þykir því ekki hafið yfir allan vafa. Maðurinn var semsagt sýknaður af ákærunni auk þess sem ríkissjóður greiðir allan málskostnað, bæði hjá sækjanda og verjanda. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var sýknaður af líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann var ákærður fyrir að taka um hönd konu, sem var nágranni hans, snúa upp á hana og henda henni utan í nálægan steinvegg. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa slegið mann hennar með stunguskóflu en árásin átti að hafa átt sér stað í janúar á síðasta ári. Um er að ræða heiftarlega nágrannaerjur í Kópavogi en parið átti eins árs gamalt barn sem þau sögðu ítrekað vakna þegar nágranni þeirra spilaði á flygil sem var í stofu mannsins, og stundum var æfður óperusöngur í íbúðinni. Umrætt kvöld sagðist maðurinn hafa farið út að borða ásamt sambýliskonu sinni og þau hafi ætlað að hafa það huggulegt vegna þess að hún hafi verið að fara utan daginn eftir. Þegar þau komu heim um klukkan tíu um kvöldið bað píanóleikarinn konuna um að spila fyrir sig píanóverk eftir Chopin, en hún sé mjög fær píanisti og organisti að mati hins ákærða. Svo virðist sem Chopin hafi gert útslagið því eftir að sambýliskonan hafði spilað í nokkrar mínútur komu nágrannarnir og hringdu dyrabjöllunni og hrópuðu inn um bréfalúguna. Nokkuð ber á milli hvað gerðist næst. Þannig heldur parið því fram að maðurinn hafi komið til dyra vopnaður stunguskóflunni. Hann á að hafa snúið upp á hönd konunnar, slengt henni upp við steinvegg og hrópað: „Hvað ætlar þú að gera núna". Síðan á hann að hafa slegið manninn, sem er slökkviliðsmaður, með stunguskóflunni þannig hún lenti undir höku mannsins. Maðurinn hafnar alfarið þessum ásökunum og segir konuna hafa fengið áverkana þegar hún á að hafa slegið til mannsins en höggið geigað og endað á dyrakarminum, sem brotnaði í herlegheitunum. Þá sagði maðurinn slökkviliðsmanninn hafa slegið hann hnefahöggi. Svo virðist sem parið hafi verið orðið langþreytt á „tónleikahaldi" nágranna síns og um það er ekki deilt. Aftur á móti er framburður slökkviliðsmannsins talinn óstöðugur að mati dómsins, meðal annars sagðist hann hafa slegið manninn þegar lögreglan tók skýrslu af honum. Hann sagði fyrir dómi að rangt hefði verið eftir sér haft. Þá hafði vitni mikil áhrif á niðurstöðu málsins. Það var nágrannakona þeirra sem sagðist hafa séð hluta af átökunum. Sú sagðist aldrei hafa séð stunguskófluna. Málið þykir því ekki hafið yfir allan vafa. Maðurinn var semsagt sýknaður af ákærunni auk þess sem ríkissjóður greiðir allan málskostnað, bæði hjá sækjanda og verjanda.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent