Innlent

Stórbrotin náttúra Íslands í ótrúlegu myndbandi

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. mynd/vimeo/Doug Urqhart
Hjónakornin Doug og Karen Urqhart voru á faraldsfæti í sumar. Þau fögnuðu brúðkaupsafmæli sínu með því að kynnast náttúru Íslands í rúmar tvær vikur og virtu þau fyrir sér helstu náttúruperlur landsins.

Doug var þó ekki betri ferðafélagi en það að hann tók rétt rúmlega 25 þúsund ljósmyndir á meðan ferðalaginu stóð. Engu að síður er útkoman stórkostleg og hefur hún vakið mikla athygli á veraldarvefnum.

Áhugamál Dougs er nefnilega að setja saman líðandi myndbönd. Hann hefur nú birt ótrúlegt myndband sem sýnir Ísland í sínu fegursta ljósi.

Á meðal áningarstaða hjónanna voru Geysir, Tröllaskagi, Landmannalaugar, Mývatn, Askja og Vatnajökull.

Myndbandið ber yfirskriftina Icelandia. Í athugasemd segir Doug að náttúra Íslands sé síbreytileg og ómögulegt sé að fanga raunverulega fegurð landsins. Hann vonast þó til að myndskeiðið kveiki forvitni fólks um landið hlýja í norðri.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×