Innlent

Sparkaði í liggjandi mann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árásin varð í Lækjargötu.
Árásin varð í Lækjargötu.
Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður játaði fyrr í vikunni að hafa ráðist á mann þann 1. október í fyrra á Lækjargötu framan við Íslandsbanka, tekið manninn hálstaki og dregið hann þannig aftur á bak niður á gangstéttina og því næst sparkað með vinstri fæti af miklu afli í andlit mannsins þar sem hann lá á gangstéttinni. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikið mar á andliti, brotin andlitsbein. Brot mannsins teljast vera sérstaklega hættuleg líkamsárás. Þolandi árásarinnar krefst 12 milljóna króna í bætur af árásarmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×