Tölvurnar hafa slæm áhrif á svefn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2012 18:40 Tölvunotkun rétt fyrir háttatíma getur haft slæm áhrif á svefn barna. Þetta segir læknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans en mörg börn leita árlega á deildina vegna svefnvandamála. Á hverju ári koma mörg börn, sem misst hafa stjórn á tölvunotkun sinni, á barna- og unglingageðdeild. Læknir á deildinni segir mörg barnanna einnig vera með svefnvandamál. „Við erum allavega að sjá töluvert af börnum með þennan vanda," segir Dagbjört Sigurðardóttir, barna- og unglingageðlæknir. Hún segir tölvunotkun rétt fyrir háttatíma geta haft slæm áhrif á svefn barna- og unglinga. „Tölvurnar hafa áhrif á svefninn. Þau ná ekki ró og ákveðnir geislar frá tölvunum trufla melatónínframleiðsluna í heilanum sem er eitt af þeim efnum sem hjálpar okkur að innleiða svefninn." Þannig virkar bláa ljósið frá tölvunum líkt og dagsljós og fólk á því erfiðara með að sofna. Þess vegna sé mikilvægt að börnin leggi frá sér tölvuna nokkru áður en þau ætla að fara að sofa. „Að það sé slökkt á þeim allavega tveimur tímum áður en að barnið á að vera sofnað." Þá segir hún erlendar rannsóknir sýna að mörg börn séu með svefnvandamál. „Þessar tölur um að allt upp í 33% af unglingum eru ekki að ná nægum svefni. Þetta eru tölur frá Bandaríkjunum sem komu fram á ráðstefnu þar í fyrra." Þá segir hún það ákveðið áhyggjuefni að fleiri og fleiri börn eru með tölvur inni í herbergi hjá sér og nota þær jafnvel uppi í rúmi. „Nú eru krakkar komnir með spjaldtölvur þannig að þau hafa aðgengi að þessu hvar sem þau eru. Þannig það er erfiðara að setja þeim mörk þar, nema þá að taka þær út úr herbergjunum, við þurfum svolítið að fara að spá í því núna hvernig við getum brugðist við þessum vanda." Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Tölvunotkun rétt fyrir háttatíma getur haft slæm áhrif á svefn barna. Þetta segir læknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans en mörg börn leita árlega á deildina vegna svefnvandamála. Á hverju ári koma mörg börn, sem misst hafa stjórn á tölvunotkun sinni, á barna- og unglingageðdeild. Læknir á deildinni segir mörg barnanna einnig vera með svefnvandamál. „Við erum allavega að sjá töluvert af börnum með þennan vanda," segir Dagbjört Sigurðardóttir, barna- og unglingageðlæknir. Hún segir tölvunotkun rétt fyrir háttatíma geta haft slæm áhrif á svefn barna- og unglinga. „Tölvurnar hafa áhrif á svefninn. Þau ná ekki ró og ákveðnir geislar frá tölvunum trufla melatónínframleiðsluna í heilanum sem er eitt af þeim efnum sem hjálpar okkur að innleiða svefninn." Þannig virkar bláa ljósið frá tölvunum líkt og dagsljós og fólk á því erfiðara með að sofna. Þess vegna sé mikilvægt að börnin leggi frá sér tölvuna nokkru áður en þau ætla að fara að sofa. „Að það sé slökkt á þeim allavega tveimur tímum áður en að barnið á að vera sofnað." Þá segir hún erlendar rannsóknir sýna að mörg börn séu með svefnvandamál. „Þessar tölur um að allt upp í 33% af unglingum eru ekki að ná nægum svefni. Þetta eru tölur frá Bandaríkjunum sem komu fram á ráðstefnu þar í fyrra." Þá segir hún það ákveðið áhyggjuefni að fleiri og fleiri börn eru með tölvur inni í herbergi hjá sér og nota þær jafnvel uppi í rúmi. „Nú eru krakkar komnir með spjaldtölvur þannig að þau hafa aðgengi að þessu hvar sem þau eru. Þannig það er erfiðara að setja þeim mörk þar, nema þá að taka þær út úr herbergjunum, við þurfum svolítið að fara að spá í því núna hvernig við getum brugðist við þessum vanda."
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent