Innlent

Gíslatökumaður uppfærði Facebook

Thaxton gaf sig fram við lögreglu í kvöld.
Thaxton gaf sig fram við lögreglu í kvöld.
Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Michael Thaxton gekk inn í skrifstofubyggingu í Pittsburgh í Bandaríkjunum fyrr í dag og tók þar mann gíslingu. Á meðan hann ræddi kröfur sínar við lögreglu uppfærði hann fésbókarsíðu sína af miklum móð.

Samkvæmt lögreglunni í Pittsburgh var Thaxton vopnaður skammbyssu. Byggingin var rýmd en ekki er vitað til þess að hann hafi skotið á fólkið. Þá er hann sagður hafa haldið ró sinni á meðan gíslatökunni stóð.

Færslur Thaxtons frá því fyrr í dag.mynd/facebook
Það hefur þó vakið mikla athygli að Thaxton birti nokkrar færslur á Facebook á meðan hann ræddi við lögregluna. Stuttu eftir að hann gekk inn í bygginguna birti hann færslu þar sem hann sagðist vera óánægður með þá braut sem líf hans væri á.

Færslurnar hafa nú verið fjarlægðar af Facebook en áhugasamir geta séð þær hér til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×