Innlent

Heitavatnslaust í Grafarvogi á morgun

BBI skrifar
Mynd/Getty
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í hluta Grafarvogs frá klukkan 8 í fyrramálið. Búast má við því að lokunin standi fram á kvöld.

Hverfin sem um ræðir eru Hamrahverfi og hluti Húsa- og Foldahverfa í Grafarvogi. Stofnæð bilaði í hverfinu og viðhaldsvinnan verður því nokkuð umfangsmikil. Hægt verður að fylgjast með framgangi viðgerðarinnar á vef Orkuveitunnar og á síðu fyrirtækisins á Facebook.

Svæðið sem um ræðir.Mynd/or.is
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysum eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Ráðlegt er að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×