Erlendur skipbrotsmaður jafnar sig á Sauðárkróki Karen Kjartansdóttir og Viggó Jónsson skrifar 23. september 2012 20:41 Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. Dallas Reedy komst einn af þegar skipinu Easy Rider hvolfdi við Nýja Sjáland þann 15. mars eftir að holskefla skall á því. Málið hefur vakið mikla athygli á Nýja Sjálandi. Undanfarinn mánuð hefur hann dvalið á Íslandi og starfað í Sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki. „Ég heyrði gný, leit upp til hægri og sá öldu stefna beint á mig. Hún skolaði mér af bátnum og hvolfdi bátnum," segir Dallas. Hann segir tilhugsunina um drengina sína og eiginkonu hafa styrkt sig í sjónum. „Ég hékk á bátnum, sem var á hvolfi, í tvo tíma. Ég barði í bátinn. Ég heyrði ekkert og var nokkuð viss um að vinir mínir átta hefðu drukknað strax eftir að aldan skall á bátnum. Ég leitaði og reyndi... Ég barði í bátinn en ég heyrði engin svör. Þá vissi ég að vinir mínir væru dánir. Þeir voru átta og einn sjö ára drengur, Odin. Hann var nefndur eftir norrænum sjávarguði," segir Dallas. Ótrúlegt þykir að Dallas hafi komist lífs af en hann var í 18 klukkustundir í 8-10 gráðu heitum sjó áður en honum var bjargað. Það varð honum til lífs að hann náði taki á olíubrúsa sem flaut um í sjónum. „Hér finn ég frið. Ég skrifa um reynslu mína. Sem meðferð er þetta það besta sem gat komið fyrir mig, í staðinn fyrir að fara í meðferð hjá sálfræðingum. Þetta er meðferðin sem ég þarf fyrir sjálfan mig," segir hann. Dallas segir að þjáist ekki af samviskubiti gagnvart þeim sem fórust. Líf hans sé samt gjörbreytt eftir slysið, hann lifi nú ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir þá sem létust í slysinu. Þess vegna hafi hann átt erfitt með að vera kyrr eftir slysið. Hann sé þó bráðum tilbúinn á snú heim til konunar sinnar og drengjanna sinna. „Við vinnum hérna í tvo mánuði. Svo fer ég til Nýja-Sjálands til ástvina minna. Þau eru strax farin að sakna mín. Ég var nýkominn heim eftir þessa eldraun þegar ég sagði konunni minni að ég ætlaði aftur burt. Á Nýja-Sjálandi er sagt að ef maður dettur af baki eigi maður setjast aftur í hnakkinn og halda áfram og reyna aftur," segir hann. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn. Dallas Reedy komst einn af þegar skipinu Easy Rider hvolfdi við Nýja Sjáland þann 15. mars eftir að holskefla skall á því. Málið hefur vakið mikla athygli á Nýja Sjálandi. Undanfarinn mánuð hefur hann dvalið á Íslandi og starfað í Sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki. „Ég heyrði gný, leit upp til hægri og sá öldu stefna beint á mig. Hún skolaði mér af bátnum og hvolfdi bátnum," segir Dallas. Hann segir tilhugsunina um drengina sína og eiginkonu hafa styrkt sig í sjónum. „Ég hékk á bátnum, sem var á hvolfi, í tvo tíma. Ég barði í bátinn. Ég heyrði ekkert og var nokkuð viss um að vinir mínir átta hefðu drukknað strax eftir að aldan skall á bátnum. Ég leitaði og reyndi... Ég barði í bátinn en ég heyrði engin svör. Þá vissi ég að vinir mínir væru dánir. Þeir voru átta og einn sjö ára drengur, Odin. Hann var nefndur eftir norrænum sjávarguði," segir Dallas. Ótrúlegt þykir að Dallas hafi komist lífs af en hann var í 18 klukkustundir í 8-10 gráðu heitum sjó áður en honum var bjargað. Það varð honum til lífs að hann náði taki á olíubrúsa sem flaut um í sjónum. „Hér finn ég frið. Ég skrifa um reynslu mína. Sem meðferð er þetta það besta sem gat komið fyrir mig, í staðinn fyrir að fara í meðferð hjá sálfræðingum. Þetta er meðferðin sem ég þarf fyrir sjálfan mig," segir hann. Dallas segir að þjáist ekki af samviskubiti gagnvart þeim sem fórust. Líf hans sé samt gjörbreytt eftir slysið, hann lifi nú ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir þá sem létust í slysinu. Þess vegna hafi hann átt erfitt með að vera kyrr eftir slysið. Hann sé þó bráðum tilbúinn á snú heim til konunar sinnar og drengjanna sinna. „Við vinnum hérna í tvo mánuði. Svo fer ég til Nýja-Sjálands til ástvina minna. Þau eru strax farin að sakna mín. Ég var nýkominn heim eftir þessa eldraun þegar ég sagði konunni minni að ég ætlaði aftur burt. Á Nýja-Sjálandi er sagt að ef maður dettur af baki eigi maður setjast aftur í hnakkinn og halda áfram og reyna aftur," segir hann.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira