Innlent

Miliband hittir Steingrím og Má

David Miliband, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, sem kemur hingað til lands í vikunni í boði forseta Íslands, mun funda með Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.
David Miliband, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, sem kemur hingað til lands í vikunni í boði forseta Íslands, mun funda með Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.
David Miliband, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, sem kemur hingað til lands í vikunni í boði forseta Íslands, mun funda með Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.

Eins og áður hefur komið fram mun Miliband einnig funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands mun breski utanríkisráðherran fyrrverandi einnig snæða kvöldverð á Bessastöðum og eiga viðræður við íslenska sérfræðinga og vísindamenn.

Þá mun hann heimsækja Svartsengi, Bláa lónið, Hellisheiðarvirkjun og fleiri staði. Á miðvikudag heldur hann fyrirlestur í Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×