Innlent

Meira en helmingur af tækjum Landspítalans keyptur fyrir gjafafé

Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra.
Um 50-60 prósent af þeim fjárveitingum sem koma til tækjakaupa á Landspítalanum er tilkominn vegna gjafa, sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á Alþingi í dag þegar sérstök umræða um stöðu Landspítalans fór fram. Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var málshefjandi. Hann hélt því fram við umræðuna að það kostaði einn milljarð króna að endurnýja tækjakostinn.

Björn Valur Gíslason sagði að vandinn hefði verið langvarandi. Útgjöld á fjárlögum til tækjakaupa fyrir Landspítalann hefðu lækkað verulega „Það voru til peningarnir en viljinn var ekki fyrir hendi," sagði Björn Valur sem einnig er formaður fjárlaganefndar. Björn Valur sagði að brugðist yrði við vanda Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×