Stefnir í hörð átök - Höskuldur segir formanninn fara með rangt mál Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. september 2012 19:00 Það stefnir í hörð átök á milli þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Höskuldar Þórhallssonar þingmanns. Höskuldur segir framkvæmdastjóra flokksins fara með rangt mál og þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Sigmundar um að skipta um kjördæmi. Það kom mörgum á óvart þegar Reykvíkingurinn Sigmundur Davíð lýsti því yfir um helgina að hann ætli fram í einu helsta vígi framsóknarmanna, í Norðausturkjördæmi. Höskuldur Þórhallsson hafði degi áður, á föstudeginum lýst því yfir að hann sæktist eftir fyrsta sætinu og þá leit út fyrir baráttu á milli hans og Birkis Jóns Jónssonar varaformanns. Af því verður þó ekki því Birkir Jón ætlar að hætta á þingi og Sigmundur vill taka oddvitasætið í kjördæminu. Í yfirlýsingu sem Höskuldur sendi frá sér í morgun lýsir hann því hvernig þessi flétta hafi komið sér verulega á óvart. Hann hafi vissulega heyrt vangaveltur í þessa veruna, en taldi ekki ástæðu til að ætla að þær væru á rökum reistar. Þessi orð Höskuldar stangast reyndar á við fullyrðingar Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins sem í samtali við fréttastofu í dag segist hafa rætt við Höskuld Þór á fimmtudagskvöldið, degi áður en hann lýsti yfir framboði. Í því samtali hafi Hrólfur sagt honum frá fyrirætlunum þeirra Birkis Jóns og Sigmundar. Höskuldur segir í skeyti til fréttastofu í dag að þessi fullyrðing Hrólfs sé röng. Hann bætti því við að sér þætti leitt að Sigmundur sé að setja málið í þennan farveg, eins og hann orðaði það. Fréttastofan hefur raunar heimildir fyrir því að málið hafi komið fleiri forvígismönnum flokksins í Norðausturkjördæmi í opna skjöldu. Eiríkur Hauksson, formaður kjördæmisráðs á svæðinu, vildi ekkert tjá sig um málið í dag en sagði von á yfirlýsingu á næstu dögum. Höskuldur og Sigmundur hittust á fundi í dag þar sem Höskuldur lagði hart að formanni sínum að hætta við vistaskiptin. Betur færi á því að formaðurinn byði fram í Reykjavík þar sem á brattan sé að sækja, í stað þess að fara fram í kjördæmi þar sem staða flokksins sé sterk. Sigmundur Davíð hefur enn ekki séð sér fært að veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hann hefur þó boðað í viðtölum í dag að fólk verði ánægt með þann "hóp* sem muni mynda framboðslista flokksins í Reykjavík. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag hafa þó ekki heyrt nein nöfn nefnd í því samhengi. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Það stefnir í hörð átök á milli þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Höskuldar Þórhallssonar þingmanns. Höskuldur segir framkvæmdastjóra flokksins fara með rangt mál og þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Sigmundar um að skipta um kjördæmi. Það kom mörgum á óvart þegar Reykvíkingurinn Sigmundur Davíð lýsti því yfir um helgina að hann ætli fram í einu helsta vígi framsóknarmanna, í Norðausturkjördæmi. Höskuldur Þórhallsson hafði degi áður, á föstudeginum lýst því yfir að hann sæktist eftir fyrsta sætinu og þá leit út fyrir baráttu á milli hans og Birkis Jóns Jónssonar varaformanns. Af því verður þó ekki því Birkir Jón ætlar að hætta á þingi og Sigmundur vill taka oddvitasætið í kjördæminu. Í yfirlýsingu sem Höskuldur sendi frá sér í morgun lýsir hann því hvernig þessi flétta hafi komið sér verulega á óvart. Hann hafi vissulega heyrt vangaveltur í þessa veruna, en taldi ekki ástæðu til að ætla að þær væru á rökum reistar. Þessi orð Höskuldar stangast reyndar á við fullyrðingar Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins sem í samtali við fréttastofu í dag segist hafa rætt við Höskuld Þór á fimmtudagskvöldið, degi áður en hann lýsti yfir framboði. Í því samtali hafi Hrólfur sagt honum frá fyrirætlunum þeirra Birkis Jóns og Sigmundar. Höskuldur segir í skeyti til fréttastofu í dag að þessi fullyrðing Hrólfs sé röng. Hann bætti því við að sér þætti leitt að Sigmundur sé að setja málið í þennan farveg, eins og hann orðaði það. Fréttastofan hefur raunar heimildir fyrir því að málið hafi komið fleiri forvígismönnum flokksins í Norðausturkjördæmi í opna skjöldu. Eiríkur Hauksson, formaður kjördæmisráðs á svæðinu, vildi ekkert tjá sig um málið í dag en sagði von á yfirlýsingu á næstu dögum. Höskuldur og Sigmundur hittust á fundi í dag þar sem Höskuldur lagði hart að formanni sínum að hætta við vistaskiptin. Betur færi á því að formaðurinn byði fram í Reykjavík þar sem á brattan sé að sækja, í stað þess að fara fram í kjördæmi þar sem staða flokksins sé sterk. Sigmundur Davíð hefur enn ekki séð sér fært að veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hann hefur þó boðað í viðtölum í dag að fólk verði ánægt með þann "hóp* sem muni mynda framboðslista flokksins í Reykjavík. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag hafa þó ekki heyrt nein nöfn nefnd í því samhengi.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira