Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir að selja félaga sínum stolinn farsíma

Nokia N8
Nokia N8 mynd tengist frétt ekki beint
Nítján ára karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra á föstudaginn fyrir að stela farsíma og selja félaga sínum.

Í ákærunni gegn manninum segir að maðurinn hafi stolið símanum, sem er af gerðinni Nokia N8, í desember í fyrra. Áætlað verðmæti síma af þessari tegund er 60 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið fyrir dómara. Í dómnum segir að hann hafi rofið skilorð með brotinu.

Maðurinn þarf ekki að greiða símann til baka, að því er fram kemur í dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×