Munu mótmæla lögbanni - ekkert saknæmt í gangi hjá Kastljósi Boði Logason skrifar 25. september 2012 14:38 Sigmar Guðmundsson er ritstjóri Kastljóss. mynd/ellý „Við munum að sjálfsögðu mótmæla því harðlega ef að menn ætla að reyna að setja lögbann á það að fjölmiðlar geti rækt sína skyldu, að upplýsa almenning um eitthvað sem vel má færa rök fyrir því að sé alvarlegt klúður í stjórnsýslunni hérna," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði á fundi með fjárlaganefnd Alþingis eftir hádegi í dag hafa rætt við forstjóra fjársýslunnar um það hvort fara eigi fram á lögbann á umfjöllun sem Kastljósið hefur boðað í kvöld. Í gær fjallaði þátturinn um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu um leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Sigmar segist hinsvegar ekkert hafa heyrt um lögbannið, sem Sveinn talaði um á fundinum í dag. „Við erum bara að vinna okkar vinnu og á meðan við höfum ekkert heyrt meira af þessari lögbannskröfu með formlegum leiðum þá er ástandið bara óbreytt," segir Sigmar. „Og í raun og veru trúi ég því ekki að það geti komið til þess að hægt sé að setja lögbann á okkur með þessum hætti - ég bara neita að trúa því." „Þeir (ríkisendurskoðun, innsk.blm.) hafa verið að vísa í öryggis- og almannahagsmuni. Ég get ekki séð að það fari saman að standa vörð um almannahagsmuni og á sama tíma að banna fjölmiðlum að upplýsa almenning um það sem aflaga fer í stjórnsýslunni," segir hann um málið. Spurður um tilkynningu stofnunarinnar um lekann á skýrslunni til Kastljóssins, segir Sigmar: „Það er með þetta mál eins og öll önnur mál sem fjölmiðlar fást við. Gögn koma til okkar með ýmsum leiðum, það er ekkert saknæmt hér í gangi hjá Kastljósinu. Við segjum ekkert frá því hvaðan við fáum gögn, það liggur í hlutarins eðli." Tengdar fréttir Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið hefði dregist. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. 25. september 2012 13:07 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
„Við munum að sjálfsögðu mótmæla því harðlega ef að menn ætla að reyna að setja lögbann á það að fjölmiðlar geti rækt sína skyldu, að upplýsa almenning um eitthvað sem vel má færa rök fyrir því að sé alvarlegt klúður í stjórnsýslunni hérna," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði á fundi með fjárlaganefnd Alþingis eftir hádegi í dag hafa rætt við forstjóra fjársýslunnar um það hvort fara eigi fram á lögbann á umfjöllun sem Kastljósið hefur boðað í kvöld. Í gær fjallaði þátturinn um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu um leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Sigmar segist hinsvegar ekkert hafa heyrt um lögbannið, sem Sveinn talaði um á fundinum í dag. „Við erum bara að vinna okkar vinnu og á meðan við höfum ekkert heyrt meira af þessari lögbannskröfu með formlegum leiðum þá er ástandið bara óbreytt," segir Sigmar. „Og í raun og veru trúi ég því ekki að það geti komið til þess að hægt sé að setja lögbann á okkur með þessum hætti - ég bara neita að trúa því." „Þeir (ríkisendurskoðun, innsk.blm.) hafa verið að vísa í öryggis- og almannahagsmuni. Ég get ekki séð að það fari saman að standa vörð um almannahagsmuni og á sama tíma að banna fjölmiðlum að upplýsa almenning um það sem aflaga fer í stjórnsýslunni," segir hann um málið. Spurður um tilkynningu stofnunarinnar um lekann á skýrslunni til Kastljóssins, segir Sigmar: „Það er með þetta mál eins og öll önnur mál sem fjölmiðlar fást við. Gögn koma til okkar með ýmsum leiðum, það er ekkert saknæmt hér í gangi hjá Kastljósinu. Við segjum ekkert frá því hvaðan við fáum gögn, það liggur í hlutarins eðli."
Tengdar fréttir Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið hefði dregist. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. 25. september 2012 13:07 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið hefði dregist. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. 25. september 2012 13:07