Enski boltinn

Maicon: Mancini hefur sömu ástríðu og Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Maicon segir að Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sé afar ástríðufullur knattspyrnustjóri og að hann gefi Alex Ferguson, stjóra Manchester United, ekkert eftir.

Maicon þekkir vel til Mancini. Þeir störfuðu saman hjá Inter á sínum tíma en í sumar keypti Mancini hann til City. „Allir knattspyrnustjórar sem ná árangri búa yfir sömu eiginleikum. Ef Ferguson hafði hárblásarann þá er Roberto með eitthvað svipað."

„Allir þessir stjórar eru líkir og sýna leikmönnum sínum hversu ástríðufullir þeir eru. Ástæðan fyrir því að öllum langar þeim til að vinna og ná árangri."

„Roberto á það til að skipta skapi en yfirleitt er hann rólegur og vill hafa yfirvegað andrúmsloft í kringum liðið. Hann setur pressu á sig sjálfan en gerir ákveðnar lágmarkskröfur til leikmanna. Ef hann reiðist þá minnir hann leikmenn á það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×